Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt SB skrifar 18. janúar 2011 14:27 Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira