Fótbolti

Beckham fær ótrúlegt tilboð frá Mexíkó

Það verður ekki mikið vandamál fyrir David Beckham að finna sér nýtt félag eftir að samningur hans við LA Galaxy rennur út á næstunni.

Tottenham hefur lengi verið á eftir Beckham og svo ætlar PSG að bjóða honum gull og græna skóga.

Hermt er að Beckham sé alveg til í að vera áfram í Bandaríkjunum og vilji síður rífa fjölskylduna upp og flytja frá Los Angeles þar sem fjölskyldunni líður vel.

Þess vegna hefur mexíkóska liðið Xoloitzcuintles Tijuana boðið Beckham afar freistandi samning.

Það tilboð hljóðar upp á 186 milljónir króna í mánaðarlaun og einkaþotu til og frá LA í leiki svo Beckham gæti séð fjölskylduna sem oftast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×