Darren Bent byrjaði frábærlega með Aston Villa því hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Manchester City í kvöld í sínum fyrsta leik með Villa síðan félagið keypti hann á 24 milljónir punda frá Sunderland.
Manchester City er því í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins og missti Arsenal því upp fyrir sig. Aston Villa fékk hinsvegar mikilvæg stig í fallbaráttunni.
Manchester City-liðið komst lítið áleiðis gegn frábærri vörn heimamanna sem voru aðeins að vinna sinn annan leik í ellefu leikjum eða frá því í að þeir unnu Blackpool 10. nóvember.
Darren Bent skoraði einnig í sínum fyrsta leik með Sunderland og Charlton. Sigurmarkið kom á 18. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Ashley Young sem Joe Hart varði út í teiginn. Bent var á réttum stað og skoraði af yfirvegun.
Darren Bent tryggði Aston Villa sigur á Manchester City
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn


Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn

Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti
