Erlent

Flugumferð raskast verulega í Þýskalandi vegna ösku

Frá fyrstu dögum eldgossin.
Frá fyrstu dögum eldgossin.
Lofthelgi í Norður-Þýskalandi er að lokað vegna öskunnar. Þá verður lofthelginni yfir Berlín og Hannover lokað í dag. Mögulegt er að askan nái alla leið til Póllands.

Yfir fimm hundruð flugum var frestað í Bretlandi í gær vegna ösku frá eldgosinu í Grímsvötnum. Þá hafði askan einnig talsverð áhrif í Noregi. Loka þufti litlum hluta af lofthelgi Danmerkur einnig.

Nú er askan komin langleiðina til Norður-Þýskalands og þegar búið að loka fyrir flugumferð í Bremen og Hamburg. Þá telur evrópska flugumferðastjórnin líklegt að askan muni einnig trufla flug lítillega í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Þá ætlar flugumferðastjórnin ekki að loka loftehlginni algjörlega í Norðu-Þýskalandi en flugfélög í Bretlandi gagnrýndu lokunina harðlega í gær. Meðal annars sendi Ryanair flugfélagið vélar upp í loftið til þess að kanna áhrif öskunnar.

Þau reyndust engin og vildu forsvarsmenn flugfélagsins meina að lokunin væri ekki byggð á nægjanlega traustum rannsóknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×