Enski boltinn

Kyle Walker til Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyle Walker í leik með QPR.
Kyle Walker í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, hefur staðfest að Kyle Walker sé á leið til félagsins á lánssamningi frá Tottenham.

Walker er tvítugur bakvörður og hefur spilað með QPR síðan í september. Hann var lykilmaður með QPR sem er á toppi B-deildarinnar sem stendur.

QPR vildi halda honum en Walker er nú á leið til Aston villa. Þar verður hann til loka leiktíðarinnar.

Aston Villa tapaði í gær fyrir Sunderland, 1-0, og er komið í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×