Enski boltinn

Liverpool á eftir Robert Huth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Huth, til hægri, hefur spilað vel með Stoke á tímabillinu.
Huth, til hægri, hefur spilað vel með Stoke á tímabillinu. Nordic Photos / Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sent Stoke City fyrirspurn vegna varnarmannsins Robert Huth.

Þetta hefur fréttastofa Sky Sports eftir sínum heimildum og þar kemur einnig fram að Stoke hefur ekki áhuga á að selja kappann.

Huth hefur verið fastamaður í liði Stoke á leiktíðinni en liðið er í tíunda sæti deildarinnar, tveimur sætum fyrir ofan Liverpool.

Stoke keypti hann fyrir fimm milljónir punda frá Middlesbrough árið 2009 en hann lék einnig með Chelsea á sínum tíma. Liverpool er sagt reiðubúið að greiða sömu upphæð fyrir kappann en það er ólíklegt að Stoke sé viljugt að samþykkja það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×