Enski boltinn

Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll mætir á svæðið í kvöld.
Andy Carroll mætir á svæðið í kvöld. Mynd/AFP
Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag.

Andy Carroll mætti á Melwood-æfingasvæðið í kvöld í þyrlu en það var mikill atgangur þegar bíllinn með hann innanborðs reyndi að keyra í gegnum fjölda ljósmyndara sem mættir voru á svæðið.

Liverpool kaupir Carroll á 35 milljónir punda eða rúmlega 6,4 milljarða íslenskra króna. Nýja framherjaparið á Anfield kostaði því félagið 58 milljónir punda eða átta milljónum punda meira en Liverpool fær frá Chelsea fyrir Fernando Torres.

Andy Carroll mun spila í treyju númer 9 hjá Liverpool en það var einmitt Fernando Torres sem spilaði í henni áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×