Lögreglan tók níutíu byssur af skotglöðum byssusafnara 6. júlí 2011 07:00 Lögreglan á Selfossi lagði hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heimili Páls Reynissonar, forstöðumanns og eiganda Veiðisafnsins á Stokkseyri, eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hélt á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð þegar lögreglu bar að garði. Forstöðumaðurinn var látinn laus í gær eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhaldsúrskurð. Forstöðumaðurinn reyndist ölvaður við handtöku. Hann hafði þá í hótunum við lögreglumenn en beindi ekki skotvopnunum sem hann var með að þeim. Hann var handtekinn vopnlaus utandyra. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði þá verið kölluð til en var ekki komin á staðinn. Lögreglan á Selfossi bað sérsveitina um aðstoð við að haldleggja og skrá skotvopnasafnið, en Veiðisafnið er í sama húsi og heimili mannsins. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom einnig á staðinn til að rannsaka hvað gengið hefði á. Loks fékk lögreglan á Selfossi aðstoð frá Landhelgisgæslunni, sem tók skotvopnasafnið til geymslu. Maðurinn reyndist vera með skotvopnaleyfi fyrir fjöldamörgum byssum. Hann var þegar sviptur leyfunum til bráðabirgða. Lögreglustjórinn á Selfossi lagði fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum og að hann sætti geðrannsókn. Héraðsdómur hafnaði kröfunni í gær og var maðurinn þá látinn laus. Hann hefur kannast við að hafa hleypt af skotum við hús sitt. Í dag setjast lögreglumenn á Selfossi á fund með lögfræðingum embættisins þar sem farið verður yfir málið og ákvörðun tekin um hvort úrskurður Héraðsdóms Suðurlands verður kærður til Hæstaréttar, að sögn Elísar Kjartanssonar lögreglufulltrúa á Selfossi. - jss Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Lögreglan á Selfossi lagði hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heimili Páls Reynissonar, forstöðumanns og eiganda Veiðisafnsins á Stokkseyri, eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hélt á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð þegar lögreglu bar að garði. Forstöðumaðurinn var látinn laus í gær eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhaldsúrskurð. Forstöðumaðurinn reyndist ölvaður við handtöku. Hann hafði þá í hótunum við lögreglumenn en beindi ekki skotvopnunum sem hann var með að þeim. Hann var handtekinn vopnlaus utandyra. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði þá verið kölluð til en var ekki komin á staðinn. Lögreglan á Selfossi bað sérsveitina um aðstoð við að haldleggja og skrá skotvopnasafnið, en Veiðisafnið er í sama húsi og heimili mannsins. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom einnig á staðinn til að rannsaka hvað gengið hefði á. Loks fékk lögreglan á Selfossi aðstoð frá Landhelgisgæslunni, sem tók skotvopnasafnið til geymslu. Maðurinn reyndist vera með skotvopnaleyfi fyrir fjöldamörgum byssum. Hann var þegar sviptur leyfunum til bráðabirgða. Lögreglustjórinn á Selfossi lagði fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum og að hann sætti geðrannsókn. Héraðsdómur hafnaði kröfunni í gær og var maðurinn þá látinn laus. Hann hefur kannast við að hafa hleypt af skotum við hús sitt. Í dag setjast lögreglumenn á Selfossi á fund með lögfræðingum embættisins þar sem farið verður yfir málið og ákvörðun tekin um hvort úrskurður Héraðsdóms Suðurlands verður kærður til Hæstaréttar, að sögn Elísar Kjartanssonar lögreglufulltrúa á Selfossi. - jss
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent