Almannavarnir vara fólk við Heklu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2011 16:20 Þrýstingur í kviku undir Heklu hefur vaxið síðan í síðasta gosi og nú síðustu ár hefur hann verið svipaður eða hærri en á undan síðustu gosum, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Því verði að telja að eldstöðin sé tilbúin í gos. Almannavarnir segja að í síðustu eldgosum hafi jarðskjálftar mælst um eina klukkustund á undan þeim og þegar síðast gaus í Heklu gátu vísindamenn spáð fyrir um gosið með um einnar klukkustundar fyrirvara. Vegna þessara skömmu fyrirvara sé full ástæða fyrir fólk að hafa allan vara á í nágrenni Heklu, nú sem endranær. „Hekla og nágrenni hennar eru mjög vinsæl til útivistar en frá fjallinu er mjög gott útsýni í góðu skyggni. Það er ágæt regla fyrir þá sem ætla á fjallið að fá ættingja eða vini til þess að fylgjast með fjölmiðlum á meðan á göngunni stendur. Ef vísbendingar koma um að gos sé að hefjast í Heklu er þeim upplýsingum komið til fjölmiðla eins fljótt og hægt er og geta þá ættingja og vinir hringt í göngumenn og komið boðum til þeirra," segir í yfirlýsingu almannavarna. Almannavarnir taka þó skýrt fram að fjallið sé komið á tíma sjá vísindamenn ekki neinar sérstakar vísbendingar sem benda til þess að gos sé yfirvofandi. Síðustu dagana hafa GPS-landmælingatæki á Heklusvæðinu sýnt óvanalegar jarðskorpuhreyfingar sem túlka má sem afleiðingu af kvikuhreyfingum djúpt í rótum fjallsins. Engir jarðskjálftar hafa fylgt þessum færslum og jarðskorpuhreyfingarnar hafa að nokkru gengið til baka. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Þrýstingur í kviku undir Heklu hefur vaxið síðan í síðasta gosi og nú síðustu ár hefur hann verið svipaður eða hærri en á undan síðustu gosum, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Því verði að telja að eldstöðin sé tilbúin í gos. Almannavarnir segja að í síðustu eldgosum hafi jarðskjálftar mælst um eina klukkustund á undan þeim og þegar síðast gaus í Heklu gátu vísindamenn spáð fyrir um gosið með um einnar klukkustundar fyrirvara. Vegna þessara skömmu fyrirvara sé full ástæða fyrir fólk að hafa allan vara á í nágrenni Heklu, nú sem endranær. „Hekla og nágrenni hennar eru mjög vinsæl til útivistar en frá fjallinu er mjög gott útsýni í góðu skyggni. Það er ágæt regla fyrir þá sem ætla á fjallið að fá ættingja eða vini til þess að fylgjast með fjölmiðlum á meðan á göngunni stendur. Ef vísbendingar koma um að gos sé að hefjast í Heklu er þeim upplýsingum komið til fjölmiðla eins fljótt og hægt er og geta þá ættingja og vinir hringt í göngumenn og komið boðum til þeirra," segir í yfirlýsingu almannavarna. Almannavarnir taka þó skýrt fram að fjallið sé komið á tíma sjá vísindamenn ekki neinar sérstakar vísbendingar sem benda til þess að gos sé yfirvofandi. Síðustu dagana hafa GPS-landmælingatæki á Heklusvæðinu sýnt óvanalegar jarðskorpuhreyfingar sem túlka má sem afleiðingu af kvikuhreyfingum djúpt í rótum fjallsins. Engir jarðskjálftar hafa fylgt þessum færslum og jarðskorpuhreyfingarnar hafa að nokkru gengið til baka.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira