Enski boltinn

Shearer undrandi á forráðamönnum Newcastle

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Alan Shearer markahæsti leikmaður Newcastle frá upphafi er undrandi á forráðamönnum síns gamla liðs.
Alan Shearer markahæsti leikmaður Newcastle frá upphafi er undrandi á forráðamönnum síns gamla liðs. Nordic Photos/Getty Images

Alan Shearer markahæsti leikmaður Newcastle frá upphafi er undrandi á forráðamönnum síns gamla liðs að selja Andy Carroll frá félaginu án þess að fá framherja til þess að fylla hans skarð.

Hinn 22 ára gamli Carroll var seldur fyrir 35 milljónir punda, eða 6,5 milljarða kr. „Ég er undrandi á því hve hlutirnir gerðust hratt og upphæðin er ótrúleg fyrir ungan leikmann," sagði Shearer.

„Það er allt í lagi að selja besta leikmanninn en það er ótrúlegt að fá engan í staðinn. Ég vona að Newcastle kaupi einhverja leikmenn í staðinn. Carroll var besti leikmaður liðsins og sá leikmaður sem gat hjálpað liðinu í átt að Evrópusæti í stað þess að setja það markmið að forða sér frá fallsæti," sagði Shearer við BBC í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×