Séra Baldur - þögnin knúði mig áfram SB skrifar 13. júní 2011 12:54 Mynd/JSE Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira