Skorið á tjald aðgerðarsinna 31. október 2011 15:49 Mótmælendur sem voru á staðnum segja að lögreglumenn hafi beitt miklu harðræði. mynd/GAGNAUGA Lögreglumaður við tjaldbúðirnar á Austurvelli í morgun.mynd/GAGNAUGA Mótmælendur staðhæfa að lögreglan hafi farið offorsi í aðgerðum gegn mótmælendum á Austurvelli í morgun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Gagnauga í dag. Mótmælafundurinn bar heitið Occupy Reykjavík og er í takt við svipaðar hreyfingar sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og víðar. Mótmælin hófust í gærkvöldi og voru friðsamleg. Samkvæmt mótmælendum voru inngrip lögreglunnar engin í gær. Mótmælendur höfðu kynnt sér reglur um tjöldun á almenningssvæðum en samkvæmt þeim er leyfilegt að tjalda í sólarhring án afskipta. Fram kemur á Gagnauga að mótmælendur hafi ætlað að ræða við garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar um að fá leyfi fyrir tjaldbúðunum. Samkvæmt mótmælendunum réðst lögreglan á tjaldbúðirnar í morgun. Þeir hafi skipað mótmælendunum að yfirgefa tjöldin. Þegar aðgerðarsinnarnir báðu um frest til að taka saman búnað sinn skar lögreglan á tjaldið með hnífi. Samkvæmt frásögn mótmælenda handtók lögreglan einn mann stuttu eftir að tjaldið var rifið niður. Þeir segja að lögreglumaður hefði otað hnífi að mótmælandanum og aðrir mótmælendur sem voru á staðnum hafi beðið lögreglumanninn um að fjarlægja hnífinn. Fram kemur að lögreglan hafi síðan fleygt því sem eftir var af tjaldinu og öðrum búnaði upp í bíl garðyrkjustjóra.Frá tjaldbúðunum í morgun.mynd/GAGNAUGAMótmælendur sem voru á staðnum segja að lögreglumenn hafi beitt miklu harðræði í aðgerðunum og að enginn af aðgerðarsinnum á Austurvelli hafi streist á móti. Mótmælendur segja að níu lögreglumenn hafi verið á staðnum ásamt starfsfólki garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Lögreglumaður við tjaldbúðirnar á Austurvelli í morgun.mynd/GAGNAUGA Mótmælendur staðhæfa að lögreglan hafi farið offorsi í aðgerðum gegn mótmælendum á Austurvelli í morgun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Gagnauga í dag. Mótmælafundurinn bar heitið Occupy Reykjavík og er í takt við svipaðar hreyfingar sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og víðar. Mótmælin hófust í gærkvöldi og voru friðsamleg. Samkvæmt mótmælendum voru inngrip lögreglunnar engin í gær. Mótmælendur höfðu kynnt sér reglur um tjöldun á almenningssvæðum en samkvæmt þeim er leyfilegt að tjalda í sólarhring án afskipta. Fram kemur á Gagnauga að mótmælendur hafi ætlað að ræða við garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar um að fá leyfi fyrir tjaldbúðunum. Samkvæmt mótmælendunum réðst lögreglan á tjaldbúðirnar í morgun. Þeir hafi skipað mótmælendunum að yfirgefa tjöldin. Þegar aðgerðarsinnarnir báðu um frest til að taka saman búnað sinn skar lögreglan á tjaldið með hnífi. Samkvæmt frásögn mótmælenda handtók lögreglan einn mann stuttu eftir að tjaldið var rifið niður. Þeir segja að lögreglumaður hefði otað hnífi að mótmælandanum og aðrir mótmælendur sem voru á staðnum hafi beðið lögreglumanninn um að fjarlægja hnífinn. Fram kemur að lögreglan hafi síðan fleygt því sem eftir var af tjaldinu og öðrum búnaði upp í bíl garðyrkjustjóra.Frá tjaldbúðunum í morgun.mynd/GAGNAUGAMótmælendur sem voru á staðnum segja að lögreglumenn hafi beitt miklu harðræði í aðgerðunum og að enginn af aðgerðarsinnum á Austurvelli hafi streist á móti. Mótmælendur segja að níu lögreglumenn hafi verið á staðnum ásamt starfsfólki garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira