Vestfirðingur í Noregi vill reisa laxaréttaverksmiðju á Bíldudal 16. nóvember 2011 18:57 Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. Félagið Arnarlax hefur undirbúið verkefnið í þrjú ár en aðalfjárfestirinn á bak við áformin fæddist og ólst upp á Bíldudal og heitir Matthías Garðarsson. Sem ungur maður á háskólaárum í fiskvinnslunámi settist Matthías að í Noregi og hefur síðan byggt upp stærsta fyrirtækið í sveitarfélaginu Leirfjord, með um áttatíu manns í vinnu. Nú vill hann gera það sama á sínum æskuslóðum. Hann segist hafa verið í Noregi í 34 ár og kunna orðið talsvert í laxeldi og rekstri matvælavinnslu og hann vilji nú nýta þessa kunnáttu í þágu Bíldudals og Arnarfjarðar. Fyrirtæki hans, Salmus, elur lax í sjó í Leirfirði en mestu umsvifin eru þó í fiskréttaverksmiðju þar sem verða til vörur tilbúnar fyrir verslanir í Evrópu. Sambærilega matvælaiðju vill Matthías byggja upp á Bíldudal og leggur höfuðáherslu á að þar verði til fullunnar laxaafurðir. Verið sé að tala um 50-60 störf. Í Arnarfirði vill hann framleiða þrjúþúsund tonn af laxi á ári. Spurður hvort þetta verði stóriðja fyrir Vestfirði segir Matthías ljóst að ef hægt sé að ala lax í Arnarfirði sé enginn vafi á því að hægt sé að byggja upp slíkt iðnfyriræki á Bídudal. Matthías vonast til að Arnarlax geti hafið starfsemi í Arnarfirði næsta vor og að tilskilin leyfi fáist fljótlega frá stjórnvöldum. Hann segir fyrirtækið tilbúið að fara í gang með verkefnið ef leyfin verði þannig úr garði gerð að þeir telji þorandi að leggja út í fjárfestinguna með samstarfsaðilum í Danmörku og Þýskalandi. Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. Félagið Arnarlax hefur undirbúið verkefnið í þrjú ár en aðalfjárfestirinn á bak við áformin fæddist og ólst upp á Bíldudal og heitir Matthías Garðarsson. Sem ungur maður á háskólaárum í fiskvinnslunámi settist Matthías að í Noregi og hefur síðan byggt upp stærsta fyrirtækið í sveitarfélaginu Leirfjord, með um áttatíu manns í vinnu. Nú vill hann gera það sama á sínum æskuslóðum. Hann segist hafa verið í Noregi í 34 ár og kunna orðið talsvert í laxeldi og rekstri matvælavinnslu og hann vilji nú nýta þessa kunnáttu í þágu Bíldudals og Arnarfjarðar. Fyrirtæki hans, Salmus, elur lax í sjó í Leirfirði en mestu umsvifin eru þó í fiskréttaverksmiðju þar sem verða til vörur tilbúnar fyrir verslanir í Evrópu. Sambærilega matvælaiðju vill Matthías byggja upp á Bíldudal og leggur höfuðáherslu á að þar verði til fullunnar laxaafurðir. Verið sé að tala um 50-60 störf. Í Arnarfirði vill hann framleiða þrjúþúsund tonn af laxi á ári. Spurður hvort þetta verði stóriðja fyrir Vestfirði segir Matthías ljóst að ef hægt sé að ala lax í Arnarfirði sé enginn vafi á því að hægt sé að byggja upp slíkt iðnfyriræki á Bídudal. Matthías vonast til að Arnarlax geti hafið starfsemi í Arnarfirði næsta vor og að tilskilin leyfi fáist fljótlega frá stjórnvöldum. Hann segir fyrirtækið tilbúið að fara í gang með verkefnið ef leyfin verði þannig úr garði gerð að þeir telji þorandi að leggja út í fjárfestinguna með samstarfsaðilum í Danmörku og Þýskalandi.
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira