Lögin óvenjulega fljótt til Bessastaða 17. febrúar 2011 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Alla jafna þurfa starfsmenn þingsins að fínpússa frumvarpið og smíða úr því formlegt lagaskjal og það tekur yfirleitt einn til tvo daga. Að því loknu eru lögin send þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, sem í þessu tilfelli er fjármálaráðherra. Í ráðuneytinu eru síðan útbúnir pappírar til að senda á Bessastaði til formlegrar undirritunar. Til þess hefur ráðherrann tvær vikur en nýtir sjaldnast allan þann frest. Að því loknu fær fulltrúi forsætisráðuneytisins pappírana í hendur og hann ber þá á Bessastaði. Örnólfur sagðist í gærkvöldi ekkert geta sagt um það hvenær forsetinn mundi taka ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin eða hvenær hann mundi tilkynna ákvörðun sína. Alla jafna staðfestir forseti lög samdægurs eða daginn eftir að þau berast honum en ákveði hann að taka sér umþóttunarfrest, eins og hann gerði með síðustu Icesave-lög, eru engar reglur til um hversu langur fresturinn má vera. Í fyrra hugsaði forsetinn málið í sex daga og tilkynnti að því loknu að hann mundi vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar.- sh Icesave Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Alla jafna þurfa starfsmenn þingsins að fínpússa frumvarpið og smíða úr því formlegt lagaskjal og það tekur yfirleitt einn til tvo daga. Að því loknu eru lögin send þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, sem í þessu tilfelli er fjármálaráðherra. Í ráðuneytinu eru síðan útbúnir pappírar til að senda á Bessastaði til formlegrar undirritunar. Til þess hefur ráðherrann tvær vikur en nýtir sjaldnast allan þann frest. Að því loknu fær fulltrúi forsætisráðuneytisins pappírana í hendur og hann ber þá á Bessastaði. Örnólfur sagðist í gærkvöldi ekkert geta sagt um það hvenær forsetinn mundi taka ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin eða hvenær hann mundi tilkynna ákvörðun sína. Alla jafna staðfestir forseti lög samdægurs eða daginn eftir að þau berast honum en ákveði hann að taka sér umþóttunarfrest, eins og hann gerði með síðustu Icesave-lög, eru engar reglur til um hversu langur fresturinn má vera. Í fyrra hugsaði forsetinn málið í sex daga og tilkynnti að því loknu að hann mundi vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar.- sh
Icesave Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira