Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 11:44 Frá Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira