Enski boltinn

Cahill fer ekki í leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cahill brýtur hér á Parker.
Cahill brýtur hér á Parker. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fella rauða spjaldið sem Gary Cahill fékk í leik Bolton og Tottenham um helgina úr gildi. Hann mun því ekki taka út eins leiks bann sem hann hefði annars fengið.

Cahill fékk að líta beint rautt spjald fyrir að brjóta á Scott Parker, leikmanni Tottenham, strax á sautjándu mínútu. Leiknum lauk með 3-0 sigri Tottenham.

Stuart Attwell, dómari leiksins, mat það svo að Cahill hafi rænt Parker augljósu marktækfæri en því voru fulltrúar enska sambandsins greinilega ekki sammála. Málið var tekið fyrir eftir að Bolton áfrýjaði spjaldinu í gær.


Tengdar fréttir

Bolton áfrýjaði rauða spjaldinu

Owen Coyle, stjóri Bolton, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Gary Cahill, varnarmaður liðsins, fékk í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Félagið hefur áfrýjað spjaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×