Enski boltinn

Abramovich reyndi líka að kaupa Lukaku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi reynt að kaupa Romelu Lukako frá Anderlecht.

„Chelsea vildi kaupa Lukaku en eftir að við ráðfærðum okkur við leikmanninn og umboðsmann hans var ákveðið að hafna tilboðinu," er haft eftir Herman Van Holsbeek, framkvæmdarstjóra Anderlecht.

Chelsea keypti bæði Fernando Torres (50 milljónir punda) og David Luiz (21,3 milljónir) í félagaskiptaglugganum sem lokaði á mánudagskvöldið.

Félagið er sagt hafa boðið 25,6 milljónir punda í Lukako. Chelsea hefði því eytt tæplega 100 milljónum punda í þessa þrjá leikmenn hefði Anderlecht tekið tilboðinu í Lukaku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×