Enski boltinn

Nolan ánægður fyrir hönd Carroll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle og góðvinur Andy Carroll, segist ánægður fyrir hönd vinar síns sem nú er genginn í raðir Liverpool.

Carroll varð á mánudaginn dýrasti breski knattspyrnumaðurinn frá upphafi þegar Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda frá Newcastle.

Carroll hefur átt í vandræðum utan vallar og margsinnis komist á síður ensku slúðurblaðanna vegna þessa. Vegna þessa naut hann aðstoðar Nolan og bjó á heimili hans um tíma.

„Þegar við heyrðum fyrst af þessu spurði hann mig hvað mér þætti um þetta. Ég lýsti yfir ánægju minni fyrir hans hönd," sagði Nolan við enska fjölmiðla.

„Það er skelfilegt að hann skuli vera farinn frá okkur en ég er ánægður með að hann sé farinn til frábærs félags."

„Liverpool er að fá leikmann í allra hæsta gæðaflokki. Hann verður einn sá besti og er enginn sem líkist honum í ensku úrvalsdeildinni í dag."

„Hann mun skora mörk og búa til marktækifæri. Hann mun sýna mikinn vilja og kappsemi inn á vellinum. Það er það sem stuðningsmenn Liverpool vilja og eiga skilið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×