Fótbolti

Ancelotti að taka við Paris Saint-Germain

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea, er búinn að finna sér nýtt starf samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Ancelotti sé að taka við liði Paris Saint-Germain. PSG ætlar sér stóra hluti í framtíðinni enda enginn skortur á peningum hjá nýjum eigendum félagsins.

Paris Saint-Germain er að láta þjálfarann Antoine Kombouare fara þrátt fyrir að hann sé með liðið í efsta sæti frönsku deildarinnar en það fór ekki vel í forráðamenn félagsins að liðið skildi detta út úr Evrópudeildinni á dögunum.

Franska blaðið Le Parisien sagði frá því í morgun að Carlo Ancelotti væri að fara að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning og hann myndi byrja í nýju starfi 1. janúar næstkomandi. L'Equipe og Gazzetta dello Sport á Ítalíu hafa einnig skrifað um komu Ancelotti í franska boltann.

Carlo Ancelotti er 52 ára gamall og stýrði Chelsea í tvö tímabil. Chelsea varð tvöfaldur meistari á hans fyrsta ári með liðið en vann ekkert seinna árið. Ancelotti hefur einnig gert AC Milan að meisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×