Enski boltinn

Gary Neville: Landsliðsferillinn var algjör tímasóun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gary Neville ásamt David Beckham í leik með enska landsliðinu.
Gary Neville ásamt David Beckham í leik með enska landsliðinu. Mynd: Getty Images
Fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, Gary Neville, segir við enska fjölmiðla að landsliðið eigi enga möguleika á því að vinna til verðlauna næsta áratuginn.

Neville viðurkenndi einnig að honum hafi oft á tíðum fundist landsliðverkefnin algjör tímasóun.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United tók þátt í þremur Evrópumótum og tveim Heimsmeistarakeppnum fyrir enska landsliðið.

„Miðað við ástandið á landsliðiðnu í dag þá þurfum við að bæta okkur mikið til að ná þeim bestu,“ sagði Neville.

„Þegar ég hugsa til baka og geri upp landsliðsferilinn minn þá kemur fyrst upp í hugann minn hversu mikil tímasóun þetta var“.

„Maður fær alltaf mikla gagnrýni á sig eftir stórmót og öll sú vinna sem leikmennirnir leggja á sig fyrir landsliðið er hreinlega ekki þess virði“.

„Það var alltaf meira virði fyrir mig að ná langt með félagsliði mínu heldur en landsliðinu,“ bætti Neville við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×