Enski boltinn

Gerir Man. Utd. lokatilboð í Sneijder?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sneijder með Inter Milan í sumar.
Sneijder með Inter Milan í sumar. Mynd: Getty Images
Samkvæmt breskum miðlum ætlar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., að leggja fram lokatilboð í Wesley Sneijder frá Inter Milan.

Englandsmeistararnir hafa reynst í allt  sumar að fá þennan snjalla Hollending til liðsins, en án árangurs.

Fréttir bárust af því í síðustu viku að Sneijder væri reiðubúinn að slá af þeim gríðarlegu launakröfum sem leikmaðurinn krefst og því hafi málið tekið aðra stefnu.

Nú mun Manchester United leggja fram lokatilboð í leikmanninn, en Sir Alex Ferguson sér Sneijder fyrir sér sem arftaki Paul Scholes sem lagði skóna á hilluna í sumar.

Forráðamenn Inter Milan hafa aftur á móti ávallt sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu og því verður fróðlegt að fylgjast með málinu. Félagsskiptaglugginn lokar að miðnætti þann 31. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×