Enski boltinn

Mancini: Skil ekki hvernig þetta gat bara endað 3-2

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City hefur byrjað tímabilið vel og er með sex stig og sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri liðsins, var líka sáttur í leikslok.

„Við spiluðum mjög vel í dag og þetta var flottur leikur. Ég veit ekki hvernig þetta gat endað bara 3-2 því við fengum svo mörg færi," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City eftir leikinn.

„Ég er mjög ánægður með að Edin Dzeko hélt áfram að skora og að Carlos Tevez gat spilað 20 mínútur. Carlos er hjá okkur og mun halda áfram að spila fyrir okkar lið," sagði Mancini.

„Það er allt í lagi að vinna 3-2 en oftast er betra fyrir varnarmennina að vinna 1-0. Þetta var góður sigur en tímabilið er langt og það er bara rétt að byrja," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×