Enski boltinn

Mascherano: Eins og ég hafi drepið einhvern þegar ég fór frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano í leik með Barcelona.
Javier Mascherano í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Javier Mascherano sendir sínu gamla félagi, Liverpool, ansi sterka pillu í viðtali við heimasíðu ESPN.

Fernando Torres var á mánudaginn seldur til Chelsea fyrir 50 milljónir punda en Mascherano fór frá félaginu í sumar til Barcelona.

„Það kom mér ekki á óvart hvernig málin atvikuðust hjá Fernando," sagði Mascherano.

„Þegar ég fór frá Liverpool var farið með það mál eins og ég hafi drepið einhvern. Það er sorgleg staðreynd að þeir leikmenn sem hafa skilað góðri vinnu fyrir félagið eru látnir yfirgefa félagið bakdyramegin."

„Það er einnig mjög sorglegt að bæði félagið sjálft sem og fjölmiðlarnir reyna að sannfæra alla um að það hafi verið leikmanninum að kenna hvernig fór."

„En staðreyndin er sú að Liverpool því ekki neinn áhuga að halda okkur hjá félaginu."

„Ég ræddi við Fernando og sagði honum að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa. Hann gerði sitt allra besta félagið fyrir félagið og þó svo að hann hafi ekki unnið neinn titil hjá félaginu hjálpaði hann því mikið inn á vellinum."

Það þykir þó orka tvímælis hjá Mascherano að Rafael Benitez, þáverandi stjóri Liverpool, bauð honum nýjan samning við félagið í apríl síðastliðnum. Hann neitaði að skrifa undir og var svo seldur þegar í ljós kom að hann vildi fara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×