Enski boltinn

Dzeko vill spila með City í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Edin Dzeko segir að það sé markmið sitt að spila með Manchester City í Meistaradeild Evrópu strax á næstu leiktíð. Hann mun ganga til liðs við City innan tíðar.

Roberto Mancini, stjóri City, staðfesti á þriðjudag að félagið hefði komist að samkomulagi við Wolfsburg um kaupverð á Dzeko og fyrr í vikunni stóðst hann læknisskoðun hjá félaginu.

Kaupverðið er sagt vera um 27 milljónir punda og er líklegt að Dzeko verði orðinn leikmaður City innan á allra næstu dögum.

„Eftir að ég komst í Meistaradeildina með Wolfsburg fyrir nokkrum árum síðan hef ég engan áhuga á því að spila í lakari keppni," sagði Dzeko.

„Ég vil fá að spila gegn þeim bestu og vonandi fæ ég tækifæri til þess hjá City."

Dzeko var næstum genginn til liðs við AC Milan árið 2009 en skrifaði þá undir nýjan samning við Wolfsburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×