Fótbolti

Það verður spilað verður í Bandaríkjunum | Hólmfríður og Katrín fá samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttirm er aftur á leið til Bandaríkjanna en hún spilaði með Val á seinni hluta tímabilsins í sumar.
Hólmfríður Magnúsdóttirm er aftur á leið til Bandaríkjanna en hún spilaði með Val á seinni hluta tímabilsins í sumar. Mynd/HAG
Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir eru á leið til bandaríska atvinnumannaliðsins Philadelphia Independence. Þetta varð ljóst í gær eftir að WPS-deildin fékk leyfi stjórnar bandaríska knattspyrnusambandsins til að vera áfram efsta deild bandaríska kvennaboltans.

Þetta verður þriðja tímabil Hólmfríðar með liðinu en Katrín hefur ekki spilað áður í deildinni. Hún er nú í námi í Kaliforníu en þær æfðu báðar með liðinu á dögunum og var báðum boðinn samningur. Þetta staðfesti Hólmfríður í samtali við Fréttablaðið.

Þó munu aðeins fimm lið taka þátt og öll verða staðsett á austurströndinni – í Philadelphia, Atlanta, Boston, New York og New Jersey.

WPS-deildin var stofnuð árið 2007 og sjö lið tóku þátt fyrsta tímabilið sem var reyndar ekki fyrr en 2009. Flest tóku þátt í fyrra, átta talsins, en aðeins sex í ár. „Það verður spiluð þreföld umferð og svo lýkur tímabilinu með úrslitakeppni. Þetta eru vissulega fá lið en vel þess virði – það besta sem ég hef upplifað er að spila fótbolta í Bandaríkjunum,“ sagði Hólmfríður.

Bandaríska sambandið setti það sem skilyrði að fjölga þurfi liðum á næstu árum til að deildin fái áfram að starfa. Keppnistímabilið hefst í apríl og stendur yfir í fimm mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×