Fótbolti

Sér fram á 50 milljóna sekt

Michael Gravgaard stökk dómaranum til varnar. Bullan hefur síðan verið meðal óvinsælustu manna í Danmörku, enda var Svíum dæmdur sigur.
Michael Gravgaard stökk dómaranum til varnar. Bullan hefur síðan verið meðal óvinsælustu manna í Danmörku, enda var Svíum dæmdur sigur. Nordic Photos / AFP
Mál mannsins sem veittist að dómara í landsleik Danmerkur og Svíþjóðar á Parken í undankeppni Evrópumótsins árið 2007 er komið fyrir landsrétt. Þar horfir maðurinn, sem var ofurölvi þegar hann hljóp inn á völlinn, fram á sekt að upphæð 2,2 milljónir danskra króna, hátt í fimmtíu milljónir íslenskra.

Knattspyrnusambandið kveðst þó tilbúið að semja um skaðabæturnar ef maðurinn verður fundinn sekur. Leikurinn var flautaður af eftir uppákomuna. Þá var staðan 3-3, stutt eftir af leiknum og Svíar áttu að taka vítaspyrnu. Svíum var síðar dæmdur sigur í leiknum 0-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×