Allir búnir að fá nóg af þessu máli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2011 07:00 Paddy Kenny, markvörður QPR, lætur hér John Terry, fyrirliða Chelsea, heyra það í leik liðanna í síðasta mánuði. Í sama leik á Terry að hafa notað kynþáttaníð um Anton Ferdinand, liðsfélaga Heiðars Helgusonar. Mynd/Nordic Photos/Getty Fótbolti Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um fátt annað meira á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en kynþáttafordóma og meint kynþáttaníð leikmanna á milli. John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið í hringiðu umræðunnar eftir að hann var sakaður um að hafa notað niðrandi orð í garð Antons Ferdinand, varnarmanns QPR, í leik liðanna fyrr í haust. Leik þessara grannliða frá Lundúnum lauk með 1-0 sigri QPR, en Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í gær var mánuður liðinn síðan ásakanirnar í garð Terry komu fram og er enn engin niðurstaða komin, hvorki úr rannsókn enska knattspyrnusambandsins né lögreglunnar í Lundúnum. Heiðar segir að síðan þá hafi leikmenn QPR rætt þetta mál mikið sín á milli en þeir óski sér helst að það verði leitt til lykta sem allra fyrst. Óvissan er orðin þreytandi„Þetta hefur verið mjög mikið rætt og ég held að við allir séum komnir með nóg af þessu máli,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið um helgina og telur að seinagangurinn í rannsókn málsins hafi gert illt verra. „Það eru allir komnir með nóg vegna þess að enska knattspyrnusambandið hefur ekki gert neitt í þessu. Sú óvissa um hvort og hvað verði gert í málinu hefur hangið yfir liðinu í langan tíma. Það verður að fara að drífa þetta af.“ Kynþáttaníð hefur verið ansi áberandi í haust, bæði út af þessu máli og deilu Luis Suarez og Patrice Evra. Svo blandaði Sepp Blatter, forseti FIFA, sér í umræðuna á eftirminnilegan máta þegar hann sagði að allar slíkar deilur mætti leysa með handabandi í lok leikja. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem trúðurinn í FIFA kemur fram með skrautleg ummæli og enskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því. Það er bara óskandi að þetta leysist sem fyrst fyrir alla aðila,“ segir Heiðar, sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR á Stoke um helgina. Hann segir stemninguna mjög góða í herbúðum liðsins. Stjórinn er klókur„Frammistaða okkar í síðustu leikjum endurspeglar hversu góður liðsandi er innan hópsins. Við erum allir mjög samstilltir,“ segir Heiðar, en QPR er nú í níunda sæti deildarinnar. „Kannski hélt stjórinn [Neil Warnock] að við þyrftum lengri tíma til að ná saman en hann hefur verið mjög klókur í sínum leikmannakaupum. Hann hefur keypt leikmenn sem hafa reynslu og vita út á hvað enska úrvalsdeildin gengur. Það getur verið erfitt að kaupa erlenda leikmenn sem þurfa svo tíma til að aðlagast boltanum. Við höfum bara ekki tíma til þess.“ Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Fótbolti Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um fátt annað meira á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en kynþáttafordóma og meint kynþáttaníð leikmanna á milli. John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið í hringiðu umræðunnar eftir að hann var sakaður um að hafa notað niðrandi orð í garð Antons Ferdinand, varnarmanns QPR, í leik liðanna fyrr í haust. Leik þessara grannliða frá Lundúnum lauk með 1-0 sigri QPR, en Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í gær var mánuður liðinn síðan ásakanirnar í garð Terry komu fram og er enn engin niðurstaða komin, hvorki úr rannsókn enska knattspyrnusambandsins né lögreglunnar í Lundúnum. Heiðar segir að síðan þá hafi leikmenn QPR rætt þetta mál mikið sín á milli en þeir óski sér helst að það verði leitt til lykta sem allra fyrst. Óvissan er orðin þreytandi„Þetta hefur verið mjög mikið rætt og ég held að við allir séum komnir með nóg af þessu máli,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið um helgina og telur að seinagangurinn í rannsókn málsins hafi gert illt verra. „Það eru allir komnir með nóg vegna þess að enska knattspyrnusambandið hefur ekki gert neitt í þessu. Sú óvissa um hvort og hvað verði gert í málinu hefur hangið yfir liðinu í langan tíma. Það verður að fara að drífa þetta af.“ Kynþáttaníð hefur verið ansi áberandi í haust, bæði út af þessu máli og deilu Luis Suarez og Patrice Evra. Svo blandaði Sepp Blatter, forseti FIFA, sér í umræðuna á eftirminnilegan máta þegar hann sagði að allar slíkar deilur mætti leysa með handabandi í lok leikja. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem trúðurinn í FIFA kemur fram með skrautleg ummæli og enskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því. Það er bara óskandi að þetta leysist sem fyrst fyrir alla aðila,“ segir Heiðar, sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR á Stoke um helgina. Hann segir stemninguna mjög góða í herbúðum liðsins. Stjórinn er klókur„Frammistaða okkar í síðustu leikjum endurspeglar hversu góður liðsandi er innan hópsins. Við erum allir mjög samstilltir,“ segir Heiðar, en QPR er nú í níunda sæti deildarinnar. „Kannski hélt stjórinn [Neil Warnock] að við þyrftum lengri tíma til að ná saman en hann hefur verið mjög klókur í sínum leikmannakaupum. Hann hefur keypt leikmenn sem hafa reynslu og vita út á hvað enska úrvalsdeildin gengur. Það getur verið erfitt að kaupa erlenda leikmenn sem þurfa svo tíma til að aðlagast boltanum. Við höfum bara ekki tíma til þess.“
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira