Innlent

Fleiri kettir verða fyrir bíl

Húskötturinn í Kattholti fer ekki út eftir myrkur nema með endurskinsól.
Húskötturinn í Kattholti fer ekki út eftir myrkur nema með endurskinsól.
Kattholti hafa borist óvenjumargar tilkynningar um ketti sem hafa orðið fyrir bíl og drepist það sem af er nóvembermánuði. Þegar hafa tólf kettir fundist dauðir án þess að hægt hafi verið að rekja þá til eigenda sinna. Til samanburðar voru slík tilvik fjögur talsins í október.

„Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur, þannig að talan er í raun hærri. Þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. Hún rekur slysin til lélegs skyggnis og skorts á endurskinsmerkjum á köttum.- jm / Allt í miðju blaðsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×