Innlent

Tillaga um Palestínu afgreidd úr nefnd

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson
Utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi tillögu um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu á fundi sínum í gærmorgun. Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson lagði þingsályktunartillöguna fyrir Alþingi í síðasta mánuði.

Samstaða var um málið í utanríkismálanefnd hjá fulltrúum allra flokka í nefndinni nema fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segist búast við því að málið fari til annarrar umræðu í þinginu strax í næstu viku. Nefndin hafi gert smávægilegar breytingar við tillögu utanríkisráðherra. Nokkrum setningum var bætt inn í tillöguna, um mikilvægi þess að deiluaðilar haldi áfram friðarviðræðum og að öllum mannréttindabrotum væri mótmælt.

Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sat nefndarfundinn í gær, en hún er frá Palestínu. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×