Innlent

Árstíðabundinn munur á verði

Dísilolía dýrari Verðmunur á dísilolíu og bensíni ræðst af árstíðarbundnum sveiflum. Fréttablaðið/Stefán
Dísilolía dýrari Verðmunur á dísilolíu og bensíni ræðst af árstíðarbundnum sveiflum. Fréttablaðið/Stefán
Olíufélögin lækkuðu öll verðið á bensíni og dísilolíu í gær um tvær krónur á lítrann.

Algengt lítraverð var þá 227,7 krónur fyrir 95 oktana bensín og 242,4 krónur fyrir dísilolíu.

Már Erlingsson, framkvæmdastjóri eldsneytissviðs hjá Skeljungi, sagði í samtali við Fréttablaðið að þessi lækkun væri vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.

Athygli vekur að nær 15 krónu munur er á lítraverði á dísilolíu og bensíni, en aðspurður sagði Már að sá munur lægi í árstíðabundnum sveiflum.

„Það er meiri eftirspurn eftir gasolíu á þessum árstíma vegna húshitunar. Á móti minnkar eftirspurnin eftir bensíni. Þetta er þess vegna ekkert nýtt, þó það sé kannski eitthvað brattara og meira núna.“

Már bætir því við að óvíst sé hvernig þróunin verði, en hægt sé að reikna með því að draga muni saman í verði á bensíni og dísilolíu með vorinu.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×