Innlent

Sló húsráðanda með málmskefti

Atvikið átti sér stað á Akranesi. Gerandinn komst inn í íbúðina í gegnum opinn glugga og lét síðan til skarar skríðar þar sem fórnarlambið lá sofandi.Fréttablaðið/Úr safni
Atvikið átti sér stað á Akranesi. Gerandinn komst inn í íbúðina í gegnum opinn glugga og lét síðan til skarar skríðar þar sem fórnarlambið lá sofandi.Fréttablaðið/Úr safni
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotaþolinn mætti fyrir dóm og dró kæruna til baka. Málið verður þó rekið áfram hvað varðar líkamsárásina.

Ákærða er gefið að sök að hafa ráðist á mann á heimili hans á Akranesi. Árásarmaðurinn sló hinn í höfuðið með málmskefti, sem vó rúmlega hálft kíló. Hann ætlaði að hafa höggin fleiri, að því er segir í ákæru.

Fórnarlambið hlaut um sjö sentimetra langan skurð á höfði. Maðurinn komst inn í íbúðina í gegnum brotinn glugga. Hann kom síðan að fórnarlambinu sofandi.

Árásarmaðurinn var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar, en hann var í annarlegu ástandi að því er lögregla tjáði fjölmiðlum. Talið er að mennirnir þekkist lítillega. Ákærði neitar sök.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×