Innlent

Selja hvalahljóð

Handhafar hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, formanni dómnefndar, og Kristínu Ingólfsdóttur, rektori Háskóla Íslands. 
Mynd/Kristinn Ingvarsson
Handhafar hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, formanni dómnefndar, og Kristínu Ingólfsdóttur, rektori Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson
Nýtt blóðstorkupróf til stýringar á blóðþynningu fékk Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands, sem veitt voru á Nýsköpunarmessu Háskóla Íslands á Háskólatorgi á laugardag.

Páll Torfi Önundarson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, og Brynja R. Guðmundsdóttir, klínískur lektor á Landspítalanum, standa á bak við verkefnið.

Önnur verðlaun hlaut Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent við Félags- og mannvísindadeild. Um er að ræða forvarnaverkefni þar sem markmiðið er að meta árangur íslensks námskeiðs fyrir seinfæra foreldra um samskipti í fjölskyldum.

Tvö verkefni deildu með sér þriðju verðlaunum. Annars vegar tölvuforrit sem sýnir hvernig fruma vinnur og er byggð upp. Hins vegar er það verkefni sem byggist á rannsóknum á hljóðum hvala í Skjálfandaflóa. Hljóðunum hefur verið safnað frá árinu 2008 og hugmyndin er að útbúa úr þeim söluvöru fyrir almenning. Þau yrðu meðal annars nýtt í tónlist.

Verðlaunin nema í heild einni milljón króna.- hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×