Laxveiðitúr á 2,8 milljónir 19. nóvember 2011 00:01 Það getur orðið dýrt að veiða næsta sumar. Þriggja daga veiðitúr á besta tíma í Laxá á Ásum næsta sumar kostar 2,8 milljónir króna. Verðið hefur hækkað um 1,2 milljónir króna milli ára, eða um 75 prósent. Laxá á Ásum er fornfræg lítil á þar sem aðeins er veitt á tvær stangir. Verðið miðar við að báðar stangirnar séu keyptar. Veiðifélagið Salmon Tails tók við Laxá á Ásum í haust en áður hafði félagið Lax-á verið með ána á leigu. Titrings gætir í laxveiðiheiminum vegna hækkunarinnar í Laxá á Ásum en kannski ekki síst vegna risatilboðs sem barst í Þverá og Kjarrá. Heimildir blaðsins herma að með öllu séu nýir leigutakar að borga um 650 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Líklegt þykir að veiðileyfi á besta tíma muni hækka um 50 prósent, úr 200 þúsundum króna í 300. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Íslands, segir að tilboðið í árnar sé mjög hátt. Enn eigi þó eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta muni hafa á markaðinn í heild. „Þegar svo er, er best að anda með nefinu og sjá hvað gerist," segir Bjarni. Jón Þór Júlíusson, eigandi Hreggnasa, sem leigir meðal annars Grímsá og Laxá í Kjós, segir hækkunina þá mestu sem hann hafi séð. „Síðan er auðvitað spurning hvað gerist næst. Hættan núna er að aðrir leigusalar fylgi í kjölfarið, að við förum að sjá fleiri útboð á laxveiðiám."- th / Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Þriggja daga veiðitúr á besta tíma í Laxá á Ásum næsta sumar kostar 2,8 milljónir króna. Verðið hefur hækkað um 1,2 milljónir króna milli ára, eða um 75 prósent. Laxá á Ásum er fornfræg lítil á þar sem aðeins er veitt á tvær stangir. Verðið miðar við að báðar stangirnar séu keyptar. Veiðifélagið Salmon Tails tók við Laxá á Ásum í haust en áður hafði félagið Lax-á verið með ána á leigu. Titrings gætir í laxveiðiheiminum vegna hækkunarinnar í Laxá á Ásum en kannski ekki síst vegna risatilboðs sem barst í Þverá og Kjarrá. Heimildir blaðsins herma að með öllu séu nýir leigutakar að borga um 650 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Líklegt þykir að veiðileyfi á besta tíma muni hækka um 50 prósent, úr 200 þúsundum króna í 300. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Íslands, segir að tilboðið í árnar sé mjög hátt. Enn eigi þó eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta muni hafa á markaðinn í heild. „Þegar svo er, er best að anda með nefinu og sjá hvað gerist," segir Bjarni. Jón Þór Júlíusson, eigandi Hreggnasa, sem leigir meðal annars Grímsá og Laxá í Kjós, segir hækkunina þá mestu sem hann hafi séð. „Síðan er auðvitað spurning hvað gerist næst. Hættan núna er að aðrir leigusalar fylgi í kjölfarið, að við förum að sjá fleiri útboð á laxveiðiám."- th /
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira