Innlent

Laxveiðitúr á 2,8 milljónir

Það getur orðið dýrt að veiða næsta sumar.
Það getur orðið dýrt að veiða næsta sumar.
Þriggja daga veiðitúr á besta tíma í Laxá á Ásum næsta sumar kostar 2,8 milljónir króna. Verðið hefur hækkað um 1,2 milljónir króna milli ára, eða um 75 prósent. Laxá á Ásum er fornfræg lítil á þar sem aðeins er veitt á tvær stangir. Verðið miðar við að báðar stangirnar séu keyptar.

Veiðifélagið Salmon Tails tók við Laxá á Ásum í haust en áður hafði félagið Lax-á verið með ána á leigu.

Titrings gætir í laxveiðiheiminum vegna hækkunarinnar í Laxá á Ásum en kannski ekki síst vegna risatilboðs sem barst í Þverá og Kjarrá. Heimildir blaðsins herma að með öllu séu nýir leigutakar að borga um 650 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Líklegt þykir að veiðileyfi á besta tíma muni hækka um 50 prósent, úr 200 þúsundum króna í 300.

Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Íslands, segir að tilboðið í árnar sé mjög hátt. Enn eigi þó eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta muni hafa á markaðinn í heild. „Þegar svo er, er best að anda með nefinu og sjá hvað gerist," segir Bjarni.

Jón Þór Júlíusson, eigandi Hreggnasa, sem leigir meðal annars Grímsá og Laxá í Kjós, segir hækkunina þá mestu sem hann hafi séð. „Síðan er auðvitað spurning hvað gerist næst. Hættan núna er að aðrir leigusalar fylgi í kjölfarið, að við förum að sjá fleiri útboð á laxveiðiám."- th /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×