Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Stígur Helgason skrifar 3. nóvember 2011 11:00 Ingvar Vilhjálmsson Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira