Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Stígur Helgason skrifar 3. nóvember 2011 11:00 Ingvar Vilhjálmsson Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira