Neðanjarðarhreyfingin Stóra systir krefst úrbóta 19. október 2011 17:00 Neðanjarðarhreyfingin Stóra systir hefur afhent lögreglu lista yfir 56 nöfn, 117 símanúmer og 29 netföng manna sem fullyrt er að hafi falast eftir vændi í gegnum auglýsingar í Fréttablaðinu og vefjunum Einkamálum og Rauða torginu. Þetta kom fram á fundi sem hreyfingin hélt með fjölmiðlafólki í gær. Nokkrir tugir dulbúinna kvenna kynntu þar aðgerðaáætlun sína og kröfur og skilaboðin til vændiskaupenda voru skýr: „Stóra systir fylgist með þér." Á fundinum léku konurnar upptöku af símtali karls við konu sem hann taldi vera vændiskonu og lásu upp samtöl karla við konur sem þeir töldu að væru sumar hverjar mjög ungar að árum. Eitt þeirra var á milli stúlku sem kvaðst vera fimmtán ára og manns sem sagður var 48 ára deildarstjóri hjá opinberri stofnun. Konurnar sögðu íslenska löggjöf á sviði vændis- og mansalsmála til fyrirmyndar en hún hefði ekki dugað til að útrýma meinsemdinni. Þær lásu upp lista yfir kröfur sínar, sem voru meðal annarra þær að vefsíðunni Einkamálum yrði lokað, að rannsókn mansals- og vændismála yrði undir sérhæfðu teymi sem fengist ekki við önnur sakamál og að stjórnvöld stæðu fyrir fræðsluherferð sem beindist að kaupendum vændis og kláms. Hópi manna sem falast hafa eftir vændi var boðið á fundinn í Iðnó í gær undir því yfirskini að þar væri verið að opna módelskrifstofu. Ekki er vitað hvort einhver mætti. - sh Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Neðanjarðarhreyfingin Stóra systir hefur afhent lögreglu lista yfir 56 nöfn, 117 símanúmer og 29 netföng manna sem fullyrt er að hafi falast eftir vændi í gegnum auglýsingar í Fréttablaðinu og vefjunum Einkamálum og Rauða torginu. Þetta kom fram á fundi sem hreyfingin hélt með fjölmiðlafólki í gær. Nokkrir tugir dulbúinna kvenna kynntu þar aðgerðaáætlun sína og kröfur og skilaboðin til vændiskaupenda voru skýr: „Stóra systir fylgist með þér." Á fundinum léku konurnar upptöku af símtali karls við konu sem hann taldi vera vændiskonu og lásu upp samtöl karla við konur sem þeir töldu að væru sumar hverjar mjög ungar að árum. Eitt þeirra var á milli stúlku sem kvaðst vera fimmtán ára og manns sem sagður var 48 ára deildarstjóri hjá opinberri stofnun. Konurnar sögðu íslenska löggjöf á sviði vændis- og mansalsmála til fyrirmyndar en hún hefði ekki dugað til að útrýma meinsemdinni. Þær lásu upp lista yfir kröfur sínar, sem voru meðal annarra þær að vefsíðunni Einkamálum yrði lokað, að rannsókn mansals- og vændismála yrði undir sérhæfðu teymi sem fengist ekki við önnur sakamál og að stjórnvöld stæðu fyrir fræðsluherferð sem beindist að kaupendum vændis og kláms. Hópi manna sem falast hafa eftir vændi var boðið á fundinn í Iðnó í gær undir því yfirskini að þar væri verið að opna módelskrifstofu. Ekki er vitað hvort einhver mætti. - sh
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira