Gerum þá kröfu að vinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2011 08:00 Stelpurnar hafa æft vel síðustu daga og eru klárar í slaginn gegn Belgíu. Mynd/Anton „Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður." Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður."
Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira