Hallgrímur: Vil taka næsta skref á ferlinum í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 07:00 Hallgrímur Jónasson. Mynd/Anton Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur en Ísland mætir fyrrnefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló. „Ég er alltaf ánægður með að vera valinn í íslenska landsliðið. Ég hef nokkrum sinnum verið valinn og spilað einn leik - gegn Færeyjum í Kórnum,“ sagði Hallgrímur en hann hóf atvinnumannaferilinn árið 2009 þegar hann fór til GAIS í Svíþjóð frá Keflavík. Hann var lánaður fyrir núverandi tímabil til SönderjyskE í Danmörku þar sem hann hefur staðið sig vel í upphafi tímabilsins. „Það eru sjö leikir búnir og við erum í þriðja sæti. Menn eru því jákvæðir á þeim bænum eins og er,“ sagði Hallgrímur sem segist hafa fagnað tækifærinu á að komast til Danmerkur. „Ég var ekki að fá þau tækifæri hjá GAIS sem ég taldi að ég ætti skilið og ég hef þar að auki alltaf haft áhuga á að spila í Danmörku. Þetta voru því bara góð skipti fyrir mig.“ Samningurinn rennur út um áramótin og er óvíst hvað tekur við þá. „Það hafa verið einhverjar þreifingar á milli félaganna en ég veit ekki hvernig þau mál standa. Það eina sem ég get gert er að spila þessa leiki og reyna að gera mitt besta.“ Hann er ánægður með þann tíma sem hann hefur verið í atvinnumennskunni. „Ég er mjög ánægður. Ég hef lært mjög mikið og tekið út mikinn þroska. Reyndar byrjaði ég á því að fara í aðgerð og spilaði því ekki mikið í upphafi. En síðan þá hefur mér gengið vel og ég hef ekkert nema gott um dvölina að segja.“ Spurður um framtíðaráætlanir segir hann stefnuna vera að spila í sterkari deild. „Ég hef lengi sagt að draumurinn sé að komast til Hollands. Ég var þar þegar ég var ungur og það er eitthvað sem heillar mig við hollenska boltann. Ef ég held áfram að gera mitt besta þá vona ég að sá draumur geti ræst einn daginn.“ Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur en Ísland mætir fyrrnefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló. „Ég er alltaf ánægður með að vera valinn í íslenska landsliðið. Ég hef nokkrum sinnum verið valinn og spilað einn leik - gegn Færeyjum í Kórnum,“ sagði Hallgrímur en hann hóf atvinnumannaferilinn árið 2009 þegar hann fór til GAIS í Svíþjóð frá Keflavík. Hann var lánaður fyrir núverandi tímabil til SönderjyskE í Danmörku þar sem hann hefur staðið sig vel í upphafi tímabilsins. „Það eru sjö leikir búnir og við erum í þriðja sæti. Menn eru því jákvæðir á þeim bænum eins og er,“ sagði Hallgrímur sem segist hafa fagnað tækifærinu á að komast til Danmerkur. „Ég var ekki að fá þau tækifæri hjá GAIS sem ég taldi að ég ætti skilið og ég hef þar að auki alltaf haft áhuga á að spila í Danmörku. Þetta voru því bara góð skipti fyrir mig.“ Samningurinn rennur út um áramótin og er óvíst hvað tekur við þá. „Það hafa verið einhverjar þreifingar á milli félaganna en ég veit ekki hvernig þau mál standa. Það eina sem ég get gert er að spila þessa leiki og reyna að gera mitt besta.“ Hann er ánægður með þann tíma sem hann hefur verið í atvinnumennskunni. „Ég er mjög ánægður. Ég hef lært mjög mikið og tekið út mikinn þroska. Reyndar byrjaði ég á því að fara í aðgerð og spilaði því ekki mikið í upphafi. En síðan þá hefur mér gengið vel og ég hef ekkert nema gott um dvölina að segja.“ Spurður um framtíðaráætlanir segir hann stefnuna vera að spila í sterkari deild. „Ég hef lengi sagt að draumurinn sé að komast til Hollands. Ég var þar þegar ég var ungur og það er eitthvað sem heillar mig við hollenska boltann. Ef ég held áfram að gera mitt besta þá vona ég að sá draumur geti ræst einn daginn.“
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira