Enski boltinn

Daily Star: Eiður fær 13,4 milljónir króna á viku hjá Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki fengið mikið að spila hjá Stoke en vikulaun hans eru samt ekkert slor ef marka má fréttir enska dagblaðsins Daily Star.

Eiður Smári hefur komið við sögu í fimm leikjum á tímabilinu og aðeins spilað í 132 mínútur þar af 69 mínútur í ensku úrvalsdeildinni.

Blaðið segir að Eiður Smári fá 75 þúsund pund í vikulaun og að Stoke borgi helminginn á móti Mónakó.

Eiður Smári hefur ekkert spilað með Stoke síðan 27. okótóber eða í 9 vikur og 3 daga.

Stoke er því búið að borga honum rúmar 60 milljónir íslenskra króna í laun á þessum tíma án þess að stjórinn Tony Pulis hafi notað hann í eina einustu mínútu á þessum 66 dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×