Ferðamenn aldrei verið fleiri 23. ágúst 2011 05:30 ferðamenn Útlit er fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi hér á landi um 20 prósent frá árinu 2010. Alls munu um 600 þúsund manns sækja landið heim. fréttablaðið/þorgils Mynd/þorgils jónsson birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp
Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira