Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 07:30 Ármann Smári spilaði síðast landsleik í 2-1 tapi gegn Skotum í apríl 2009. Mynd/Nordic photos/AFP Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn