Baráttan um borgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2011 07:00 Yaya Toure fór auðveldlega framhjá Nemanja Vidic í undanúrslitaleiknum á Wembley í fyrra og skoraði sigurmarkið. NordicPhotos/AFP Manchester-félögin City og United mætast á Wembley á morgun í Samfélagsskildinum. Þrátt fyrir gott málefni má reikna með hörkubaráttu á vellinum.Leikurinn er árleg viðureign Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna og fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Tæpir fjórir mánuðir eru síðan liðin mættust á sama stað í undanúrslitaleik enska bikarins. City hafði sigur í baráttuleik og fór alla leið í keppninni. Titillinn var sá fyrsti hjá félaginu í 35 ár og loks fékk City-liðið uppreisn æru. Þrátt fyrir að taka skuli leiki á undirbúningstímabilinu með fyrirvara hafa bæði lið litið afar vel út. United fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem hvert MLS-liðið varð fyrir barðinu á því á fætur öðru. Liðið kórónaði ferðina með 2-1 sigri á Barcelona og mætir fullt sjálfstrausts til leiks á morgun. „Þetta verður enginn venjulegur leikur um Samfélagsskjöldinn fyrir Manchester United. Við þurfum að taka á háværu nágrönnum okkar. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. Antonio Valencia er enn að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í Suður-Ameríkubikarnum og verður ekki með. Darren Fletcher verður einnig fjarri góðu gamni ásamt Rafael, Michael Carrick og Javier Hernandez. Reiknað er með að sá síðastnefndi verið klár í slaginn í lok mánaðarins. Manchester City vann sömuleiðis alla leiki sína á undirbúningstímabilinu. Sá síðasti var 3-0 sigur á sterku liði Inter frá Mílanó. Dýrasti knattspyrnumaður City, Sergio Aguero, verður á bekknum en landi hans, Carlos Tevez, verður ekki með. Miklar vangaveltur hafa verið með framtíð Tevez hjá félaginu. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, sagðist eiga von á honum á æfingu á mánudaginn. „Carlos er atvinnumaður. Ef hann nær ekki að semja við annað félag á næstu tíu dögum eða tveimur vikum hugsa ég að hann spili fyrir okkur. Af fullum krafti líkt og á síðasta tímabili. Líkt og alltaf,“ sagði Mancini um stöðu Tevez hjá City. Manchester City spilar í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Mancini leggur þó áherslu að áherslan sé fyrst og fremst á að standa sig í deildinni. Liðið geti gert betri hluti en í fyrra en United standi liðinu þó enn framar. „Manchester United er líklegast enda með mjög sterkt lið. Félagið hefur keypt nokkra leikmenn. Ég tel okkur standa því nærri en United hefur fimm metra forskot á okkur,“ sagði Mancini. Leikurinn á Wembley hefst klukkan 13 á morgun. Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Manchester-félögin City og United mætast á Wembley á morgun í Samfélagsskildinum. Þrátt fyrir gott málefni má reikna með hörkubaráttu á vellinum.Leikurinn er árleg viðureign Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna og fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Tæpir fjórir mánuðir eru síðan liðin mættust á sama stað í undanúrslitaleik enska bikarins. City hafði sigur í baráttuleik og fór alla leið í keppninni. Titillinn var sá fyrsti hjá félaginu í 35 ár og loks fékk City-liðið uppreisn æru. Þrátt fyrir að taka skuli leiki á undirbúningstímabilinu með fyrirvara hafa bæði lið litið afar vel út. United fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem hvert MLS-liðið varð fyrir barðinu á því á fætur öðru. Liðið kórónaði ferðina með 2-1 sigri á Barcelona og mætir fullt sjálfstrausts til leiks á morgun. „Þetta verður enginn venjulegur leikur um Samfélagsskjöldinn fyrir Manchester United. Við þurfum að taka á háværu nágrönnum okkar. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. Antonio Valencia er enn að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í Suður-Ameríkubikarnum og verður ekki með. Darren Fletcher verður einnig fjarri góðu gamni ásamt Rafael, Michael Carrick og Javier Hernandez. Reiknað er með að sá síðastnefndi verið klár í slaginn í lok mánaðarins. Manchester City vann sömuleiðis alla leiki sína á undirbúningstímabilinu. Sá síðasti var 3-0 sigur á sterku liði Inter frá Mílanó. Dýrasti knattspyrnumaður City, Sergio Aguero, verður á bekknum en landi hans, Carlos Tevez, verður ekki með. Miklar vangaveltur hafa verið með framtíð Tevez hjá félaginu. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, sagðist eiga von á honum á æfingu á mánudaginn. „Carlos er atvinnumaður. Ef hann nær ekki að semja við annað félag á næstu tíu dögum eða tveimur vikum hugsa ég að hann spili fyrir okkur. Af fullum krafti líkt og á síðasta tímabili. Líkt og alltaf,“ sagði Mancini um stöðu Tevez hjá City. Manchester City spilar í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Mancini leggur þó áherslu að áherslan sé fyrst og fremst á að standa sig í deildinni. Liðið geti gert betri hluti en í fyrra en United standi liðinu þó enn framar. „Manchester United er líklegast enda með mjög sterkt lið. Félagið hefur keypt nokkra leikmenn. Ég tel okkur standa því nærri en United hefur fimm metra forskot á okkur,“ sagði Mancini. Leikurinn á Wembley hefst klukkan 13 á morgun.
Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira