Enska úrvalsdeildin: Aldrei fleiri félög gert tilkall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2011 10:00 Berbatov, Fletcher, Giggs hjá Manchester United höfðu betur gegn Torres og félögum í Chelsea í langhlaupinu um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Fróðlegt verður að sjá hverjir koma til með að fagna þegar bikarinn fer á loft í maí. Nordic Photos / AFP Viðureign Manchester-félaganna City og United í Samfélagsskildinum í dag markar að margra mati upphaf leiktíðarinnar á Englandi. Aðeins vika er í að flautað verði til leiks í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Englandsmeistararnir í Manchester United þykja sigurstranglegir auk granna sinna í City og Lundúnaliðsins Chelsea. Margir vilja meina að tímabilið gæti verið síðasti möguleiki Arsene Wenger til þess að skila nýjum titli í hús hjá Arsenal. Þá setja bjartsýnustu stuðningsmenn Liverpool stefnuna á titilinn meðan svartsýnni menn tækju Meistaradeildarsæti fegins hendi. Líklegastir til sigursSir Alex Ferguson hefur sitt tuttugasta og sjötta starfsár hjá Manchester United staðráðinn í að skila tuttugasta Englandsmeistaratitli félagsins í hús. United náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en auk þess að vinna Englandsmeistaratitilinn komst liðið í úrslit Meistaradeildar í þriðja skipti á fjórum árum. Miklu munaði um frammistöðu Mexíkóans Javier „Chicharito" Hernandez, sem var nokkuð óþekkt stærð fyrir tímabilið og lítils vænst af honum. Fróðlegt verður að sjá hversu mikið United mun sakna markvarðarins Edwins van der Sar sem hefur lagt skóna á hilluna. David de Gea var keyptur frá Atletico Madrid og ljóst er að mikil pressa verður á Spánverjanum tvítuga. Sparkspekingum er minnisstætt hversu illa gekk að finna traustan arftaka Peters Schmeichel á sínum tíma og andstæðingar United vona að markvarðarstaðan eigi eftir að valda meisturunum vandræðum. Englendingarnir Ashley Young og Phil Jones eru komnir til United en arftaki Paul Scholes á miðjunni er ófundinn. Ferguson, sem verður sjötugur á síðasta degi ársins, er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir á leikmannamarkaðnum líkt með kaupunum á Chicharito (og Bebe). Hann gæti komið á óvart áður en félagaskiptaglugginn lokast í lok mánaðarins. Meistararnir hljóta að teljast líklegir til þess að verja titil sinn, líklegastir til sigurs eins og staðan er í dag. Er tími City kominn?Stuðningsmenn Manchester City fengu loks uppreisn æru á síðustu leiktíð. Félagið vann enska FA-bikarinn, sinn fyrsta bikar í 35 ár, og sló granna sína í United út í undanúrslitum. Félagið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu og sýndi að héðan í frá skyldi fólk taka City alvarlega. Konungsfjölskyldan í Abu Dhabi hefur varið miklum fjármunum í félagið undanfarin þrjú ár og virðast sjóðir þess ótæmandi. Sagan endalausa um heimþrá Carlos Tevez er óleyst. Tevez, sem hefur verið jafnbesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, hefur ekki farið leynt með vanlíðan sína í Manchester-borg. City-menn sögðust ekkert þurfa að flýta sér að selja Tevez og nýttu sumarið í að tryggja sér þjónustu annars argentísks framherja, Sergio Aguero, dýrasta leikmanns City frá upphafi. Helsti hausverkur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra City, gæti orðið að halda stjörnum sínum ánægðum. Leikmannahópurinn er afar vel skipaður en þó er ljóst að aðeins ellefu byrja hvern leik. Óvíst er hvernig bekkjarsetan fer í stórstjörnur City en liðið hefur þó litið vel út á undirbúningstímabilinu. Sannfærandi 3-0 sigur á sterku liði Inter frá Mílanó í síðustu viku gefur til kynna að menn Mancinis séu til alls vísir í vetur. Nýr Mourinho-tími gæti verið í uppsiglinguÞegar síðasta leiktíð var um það bil hálfnuð virtist fátt geta komið í veg fyrir annan meistaratitil Chelsea á tveimur árum. Meiðsli lykilmanna á skömmum tíma urðu hins vegar til þess að Chelsea-vélin bræddi úr sér. Félagið sá á eftir titlinum og marði að lokum annað sætið með betri markatölu en Manchester City. Aldrei þessu vant hefur félagið haldið sig af leikmannamarkaðnum í sumar ef frá eru talin nýleg kaup á táningnum Oriol Romeu frá Barcelona. Mikil pressa er á herðum hins 33 ára gamla André Villas-Boas. Eftir frábæran árangur með Porto í heimalandinu og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð er Portúgalinn tekinn við stórliði Chelsea þar sem kröfurnar eru miklar. Roman Abramovich, hinn rússneski eigandi Chelsea, hikaði ekki við að sparka einum virtasta stjóra síðasta áratugar, Ítalanum Carlo Ancelotti, í lok síðustu leiktíðar.. Annað sæti í deild og átta liða úrslit í Meistaradeildinni var árangur vel undir væntingum. Sjaldan er minnst á Villas-Boas nema nafn læriföður hans, Jose Mourinho, sé nefnt í sömu andrá. Villas-Boas aðstoðaði „hinn sérstaka" bæði hjá Porto og Chelsea. Mourinho skilaði tveimur Englandsmeistaratitlum í hús hjá Chelsea en segja má að kjarninn í liðinu sé enn hinn sami, bara sex árum eldri. Lykillinn að árangri hlýtur að liggja í því að sameina krafta Didier Drogba og Fernando Torres í framlínu Chelsea. Sá síðarnefndi hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann kom frá Liverpool en enginn velkist í vafa um hæfileika hans. Síðasti séns fyrir WengerSex ára titlaleysi hefur tekist að snúa fjölmörgum stuðningsmönnum Arsenal gegn stefnu knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Svo virðist sem Wenger hafi efnahagsvandamál heimsins á herðum sér þegar kemur að nýjum leikmönnum. Svo fátíð eru kaup á dýrum heimsklassa leikmönnum. Eftir frábær fyrstu níu ár hjá félaginu þar sem liðið breyttist úr varnarsinnuðu liði í best spilandi lið Englands hafa þau sex síðustu verið í meira lagi mögur. „Næstum því" lýsir ágætlega gengi Arsenal ár eftir ár. Wenger fékk frábært tækifæri til þess að binda enda á titlaleysið í deildabikarnum en leikmenn liðsins voru sjálfum sér verstir í 2-1 tapi gegn fallliði Birmingham í úrslitaleiknum. Árangursleysi og vanhæfni Wengers til þess að styrkja liðið hafa einnig skilað sér í pirruðum leikmönnum. Stjörnur félagsins, Cesc Fabregas og Samir Nasri, hafa báðar sagst ósáttar með stöðu mála og alls óvíst er hvort þeir verði áfram í herbúðum Lundúnafélagsins. Brotthvarf óánægðra leikmanna gæti hreinsað andrúmsloftið en einnig er líklegt að aðrir lykilmenn bregðist illa við. Franski þjálfarinn þarf að opna veskið, eins og hann gerði með kaupunum á Fílabeinsstrendingnum sókndjarfa Gervinho. Enginn vafi er á því að Wenger getur stillt upp frábæru byrjunarliði hjá Arsenal sem getur staðið flestum snúning. Breiddin er hins vegar ekki upp á marga fiska og því viðbúið að sagan endurtaki sig lendi lykilmenn í meiðslum. Meiðsli lykilmanna Arsenal hafa reyndar verið svo tíð að tímabært er að athuga réttindi sjúkrateymisins. Kóngurinn fær vinnufriðÞrátt fyrir að árangur Liverpool hafi staðið undir væntingum svartsýnustu manna á síðustu leiktíð höfðu stuðningsmenn Liverpool yfir nógu að gleðjast innan vallar sem utan. Eigendaskiptin, ráðning „kóngsins" Kenny Dalglish og Úrúgvæi að nafni Luis Suarez sem skyggði á söluna á Fernando Torres svo um munaði stóðu upp úr. Dalglish, sem stýrði Liverpool til þriggja Englandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla á níunda áratugnum, er jafn heilagur hjá aðdáendum Liverpool og páfinn er í Vatíkaninu. Hann mun fá vinnufrið, auk þess sem fjarvera Liverpool í Evrópudeildinni ætti að koma liðinu til góða í Úrvalsdeildinni. Félagið hefur styrkt sig töluvert í sumar í kjölfarið á því sem virðast frábær kaup á Andy Carroll og Suarez í stað Fernando Torres. Ensku landsliðsmennirnir Jordan Henderson og Stewart Downing eru komnir á Anfield, að ógleymdum Skotanum Charlie Adam. Allir hafa ýmislegt til brunns að bera og stóðu sig vel hjá lægra skrifuðum úrvalsdeildarfélögum í fyrra. Enginn þeirra hefur þó enn sannað sig á stóra sviðinu. Leikmönnum Liverpool hefur gengið illa að standa vaktina í vörninni á undirbúningstímabilinu. Hvort sem mótherjinn hefur verið malasískur, norskur eða tyrkneskur hefur markvörður liðsins mátt hirða knöttinn úr neti sínu þrisvar sinnum, sem er allt of oft gegn lægra skrifuðum andstæðingum. Dalglish virðist vera í leit að miðverði en sú leit stendur enn yfir þegar aðeins vika er í mót. Liverpool-liðið virðist öllu sterkara fram á við. Suarez hefur nú þegar sannað ágæti sitt en Englendingurinn Andy Carroll er enn nokkurt spurningarmerki. Stuðningsmenn Liverpool binda vonir við að fyrirgjafir Downings á kollinn á framherjanum stæðilega skili mörkum frá þessum dýrasta knattspyrnumanni Bretlandseyja. Fulltrúar Íslands og WalesÞrátt fyrir að athygli flestra beinist að stóru félögunum sem fyrr eru nefnd er fleira sem fylgjast verður með. Í fyrsta skipti í sögu úrvalsdeildarinnar verður fulltrúi frá Wales í deildinni en róðurinn gæti reynst þungur hjá nýliðunum frá Swansea. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í deildinni í vetur. Grétar Rafn Steinsson stendur vaktina í hægri bakverðinum hjá Bolton og þá verður Heiðar Helguson í framlínu nýliða QPR. Dalvíkingurinn er einn reynslumesti leikmaðurinn í liði QPR en hann hefur spilað með Watford, Fulham og Bolton í deild þeirra bestu. Sparkspekingar geta deilt um hvort enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi. Þegar kemur að vinsældum stenst engin knattspyrnudeild í heimi henni snúning. Veislan er handan við hornið. Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Viðureign Manchester-félaganna City og United í Samfélagsskildinum í dag markar að margra mati upphaf leiktíðarinnar á Englandi. Aðeins vika er í að flautað verði til leiks í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Englandsmeistararnir í Manchester United þykja sigurstranglegir auk granna sinna í City og Lundúnaliðsins Chelsea. Margir vilja meina að tímabilið gæti verið síðasti möguleiki Arsene Wenger til þess að skila nýjum titli í hús hjá Arsenal. Þá setja bjartsýnustu stuðningsmenn Liverpool stefnuna á titilinn meðan svartsýnni menn tækju Meistaradeildarsæti fegins hendi. Líklegastir til sigursSir Alex Ferguson hefur sitt tuttugasta og sjötta starfsár hjá Manchester United staðráðinn í að skila tuttugasta Englandsmeistaratitli félagsins í hús. United náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en auk þess að vinna Englandsmeistaratitilinn komst liðið í úrslit Meistaradeildar í þriðja skipti á fjórum árum. Miklu munaði um frammistöðu Mexíkóans Javier „Chicharito" Hernandez, sem var nokkuð óþekkt stærð fyrir tímabilið og lítils vænst af honum. Fróðlegt verður að sjá hversu mikið United mun sakna markvarðarins Edwins van der Sar sem hefur lagt skóna á hilluna. David de Gea var keyptur frá Atletico Madrid og ljóst er að mikil pressa verður á Spánverjanum tvítuga. Sparkspekingum er minnisstætt hversu illa gekk að finna traustan arftaka Peters Schmeichel á sínum tíma og andstæðingar United vona að markvarðarstaðan eigi eftir að valda meisturunum vandræðum. Englendingarnir Ashley Young og Phil Jones eru komnir til United en arftaki Paul Scholes á miðjunni er ófundinn. Ferguson, sem verður sjötugur á síðasta degi ársins, er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir á leikmannamarkaðnum líkt með kaupunum á Chicharito (og Bebe). Hann gæti komið á óvart áður en félagaskiptaglugginn lokast í lok mánaðarins. Meistararnir hljóta að teljast líklegir til þess að verja titil sinn, líklegastir til sigurs eins og staðan er í dag. Er tími City kominn?Stuðningsmenn Manchester City fengu loks uppreisn æru á síðustu leiktíð. Félagið vann enska FA-bikarinn, sinn fyrsta bikar í 35 ár, og sló granna sína í United út í undanúrslitum. Félagið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu og sýndi að héðan í frá skyldi fólk taka City alvarlega. Konungsfjölskyldan í Abu Dhabi hefur varið miklum fjármunum í félagið undanfarin þrjú ár og virðast sjóðir þess ótæmandi. Sagan endalausa um heimþrá Carlos Tevez er óleyst. Tevez, sem hefur verið jafnbesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, hefur ekki farið leynt með vanlíðan sína í Manchester-borg. City-menn sögðust ekkert þurfa að flýta sér að selja Tevez og nýttu sumarið í að tryggja sér þjónustu annars argentísks framherja, Sergio Aguero, dýrasta leikmanns City frá upphafi. Helsti hausverkur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra City, gæti orðið að halda stjörnum sínum ánægðum. Leikmannahópurinn er afar vel skipaður en þó er ljóst að aðeins ellefu byrja hvern leik. Óvíst er hvernig bekkjarsetan fer í stórstjörnur City en liðið hefur þó litið vel út á undirbúningstímabilinu. Sannfærandi 3-0 sigur á sterku liði Inter frá Mílanó í síðustu viku gefur til kynna að menn Mancinis séu til alls vísir í vetur. Nýr Mourinho-tími gæti verið í uppsiglinguÞegar síðasta leiktíð var um það bil hálfnuð virtist fátt geta komið í veg fyrir annan meistaratitil Chelsea á tveimur árum. Meiðsli lykilmanna á skömmum tíma urðu hins vegar til þess að Chelsea-vélin bræddi úr sér. Félagið sá á eftir titlinum og marði að lokum annað sætið með betri markatölu en Manchester City. Aldrei þessu vant hefur félagið haldið sig af leikmannamarkaðnum í sumar ef frá eru talin nýleg kaup á táningnum Oriol Romeu frá Barcelona. Mikil pressa er á herðum hins 33 ára gamla André Villas-Boas. Eftir frábæran árangur með Porto í heimalandinu og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð er Portúgalinn tekinn við stórliði Chelsea þar sem kröfurnar eru miklar. Roman Abramovich, hinn rússneski eigandi Chelsea, hikaði ekki við að sparka einum virtasta stjóra síðasta áratugar, Ítalanum Carlo Ancelotti, í lok síðustu leiktíðar.. Annað sæti í deild og átta liða úrslit í Meistaradeildinni var árangur vel undir væntingum. Sjaldan er minnst á Villas-Boas nema nafn læriföður hans, Jose Mourinho, sé nefnt í sömu andrá. Villas-Boas aðstoðaði „hinn sérstaka" bæði hjá Porto og Chelsea. Mourinho skilaði tveimur Englandsmeistaratitlum í hús hjá Chelsea en segja má að kjarninn í liðinu sé enn hinn sami, bara sex árum eldri. Lykillinn að árangri hlýtur að liggja í því að sameina krafta Didier Drogba og Fernando Torres í framlínu Chelsea. Sá síðarnefndi hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann kom frá Liverpool en enginn velkist í vafa um hæfileika hans. Síðasti séns fyrir WengerSex ára titlaleysi hefur tekist að snúa fjölmörgum stuðningsmönnum Arsenal gegn stefnu knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Svo virðist sem Wenger hafi efnahagsvandamál heimsins á herðum sér þegar kemur að nýjum leikmönnum. Svo fátíð eru kaup á dýrum heimsklassa leikmönnum. Eftir frábær fyrstu níu ár hjá félaginu þar sem liðið breyttist úr varnarsinnuðu liði í best spilandi lið Englands hafa þau sex síðustu verið í meira lagi mögur. „Næstum því" lýsir ágætlega gengi Arsenal ár eftir ár. Wenger fékk frábært tækifæri til þess að binda enda á titlaleysið í deildabikarnum en leikmenn liðsins voru sjálfum sér verstir í 2-1 tapi gegn fallliði Birmingham í úrslitaleiknum. Árangursleysi og vanhæfni Wengers til þess að styrkja liðið hafa einnig skilað sér í pirruðum leikmönnum. Stjörnur félagsins, Cesc Fabregas og Samir Nasri, hafa báðar sagst ósáttar með stöðu mála og alls óvíst er hvort þeir verði áfram í herbúðum Lundúnafélagsins. Brotthvarf óánægðra leikmanna gæti hreinsað andrúmsloftið en einnig er líklegt að aðrir lykilmenn bregðist illa við. Franski þjálfarinn þarf að opna veskið, eins og hann gerði með kaupunum á Fílabeinsstrendingnum sókndjarfa Gervinho. Enginn vafi er á því að Wenger getur stillt upp frábæru byrjunarliði hjá Arsenal sem getur staðið flestum snúning. Breiddin er hins vegar ekki upp á marga fiska og því viðbúið að sagan endurtaki sig lendi lykilmenn í meiðslum. Meiðsli lykilmanna Arsenal hafa reyndar verið svo tíð að tímabært er að athuga réttindi sjúkrateymisins. Kóngurinn fær vinnufriðÞrátt fyrir að árangur Liverpool hafi staðið undir væntingum svartsýnustu manna á síðustu leiktíð höfðu stuðningsmenn Liverpool yfir nógu að gleðjast innan vallar sem utan. Eigendaskiptin, ráðning „kóngsins" Kenny Dalglish og Úrúgvæi að nafni Luis Suarez sem skyggði á söluna á Fernando Torres svo um munaði stóðu upp úr. Dalglish, sem stýrði Liverpool til þriggja Englandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla á níunda áratugnum, er jafn heilagur hjá aðdáendum Liverpool og páfinn er í Vatíkaninu. Hann mun fá vinnufrið, auk þess sem fjarvera Liverpool í Evrópudeildinni ætti að koma liðinu til góða í Úrvalsdeildinni. Félagið hefur styrkt sig töluvert í sumar í kjölfarið á því sem virðast frábær kaup á Andy Carroll og Suarez í stað Fernando Torres. Ensku landsliðsmennirnir Jordan Henderson og Stewart Downing eru komnir á Anfield, að ógleymdum Skotanum Charlie Adam. Allir hafa ýmislegt til brunns að bera og stóðu sig vel hjá lægra skrifuðum úrvalsdeildarfélögum í fyrra. Enginn þeirra hefur þó enn sannað sig á stóra sviðinu. Leikmönnum Liverpool hefur gengið illa að standa vaktina í vörninni á undirbúningstímabilinu. Hvort sem mótherjinn hefur verið malasískur, norskur eða tyrkneskur hefur markvörður liðsins mátt hirða knöttinn úr neti sínu þrisvar sinnum, sem er allt of oft gegn lægra skrifuðum andstæðingum. Dalglish virðist vera í leit að miðverði en sú leit stendur enn yfir þegar aðeins vika er í mót. Liverpool-liðið virðist öllu sterkara fram á við. Suarez hefur nú þegar sannað ágæti sitt en Englendingurinn Andy Carroll er enn nokkurt spurningarmerki. Stuðningsmenn Liverpool binda vonir við að fyrirgjafir Downings á kollinn á framherjanum stæðilega skili mörkum frá þessum dýrasta knattspyrnumanni Bretlandseyja. Fulltrúar Íslands og WalesÞrátt fyrir að athygli flestra beinist að stóru félögunum sem fyrr eru nefnd er fleira sem fylgjast verður með. Í fyrsta skipti í sögu úrvalsdeildarinnar verður fulltrúi frá Wales í deildinni en róðurinn gæti reynst þungur hjá nýliðunum frá Swansea. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í deildinni í vetur. Grétar Rafn Steinsson stendur vaktina í hægri bakverðinum hjá Bolton og þá verður Heiðar Helguson í framlínu nýliða QPR. Dalvíkingurinn er einn reynslumesti leikmaðurinn í liði QPR en hann hefur spilað með Watford, Fulham og Bolton í deild þeirra bestu. Sparkspekingar geta deilt um hvort enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi. Þegar kemur að vinsældum stenst engin knattspyrnudeild í heimi henni snúning. Veislan er handan við hornið.
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira