Feðgarnir segjast ekkert hafa vitað um hleranirnar 20. júlí 2011 00:30 Í miðjum yfirheyrslunum í gær réðst ókunnur maður að Rupert Murdoch og sletti raksápu á hann. Wendi Deng, eiginkona Ruperts, stökk þá upp úr stól aftan við eiginmanninn og reyndi að koma honum til varnar. Mynd/AP Í yfirheyrslum breskrar þingnefndar yfir eigendum og fyrrverandi framkvæmdastjóra vikublaðsins News of the World héldu þau öll því fram að þau hefðu ekkert vitað um ólöglegt athæfi á vegum blaðanna. Hinn áttræði fjölmiðlakóngur Rupert Murdoch sagði framkvæmdastjóra og ritstjóra blaðanna hafa séð um rekstur þeirra, en að hann hafi sjálfur ekki verið inni í daglegum störfum. Sonur hans, James Murdoch, sagðist sömuleiðis ekki hafa vitað um ólöglegar símhleranir eða mútugreiðslur til lögreglu og Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri blaðsins, vissi heldur ekkert um hleranir eða mútugreiðslur. Öll sögðust þau hins vegar afar leið vegna málsins og sögðust sérlega hneyksluð á því að farsími þrettán ára týndrar stúlku, sem síðar fannst látin, hafi verið hleraður. Murdoch eldri sagði sökina liggja hjá fólki sem hann hafi treyst, „en þeir ásaka kannski fólk sem þeir treystu“. Málið hefur haft mikil áhrif á fjölmiðlaveldi Murdochs. Fyrirtæki hans hafa lækkað í verði á fjármálamörkuðum og rekstri News of the World var hætt eftir 168 ára samfellda útgáfu. Framkvæmdastjóri og fyrrverandi ritstjórar blaðsins hafa verið handteknir, yfirmenn bresku lögreglunnar hafa sagt af sér og vaxandi þrýstingur er á David Cameron forsætisráðherra. Murdoch eldri sagði reyndar að andstæðingar hans hefðu komið af stað mikilli móðursýki vegna málsins, sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að hætta við að bjóða í rekstur sjónvarpsstöðvarinnar BSkyB. Sean Hoare, blaðamaðurinn sem upphaflega ljóstraði því upp að hleranir hafi verið stundaðar á News of the World, fannst látinn á heimili sínu í gærmorgun. Þrátt fyrir háan aldur lét Rupert Murdoch það lítil áhrif hafa á sig þótt maður hafi truflað yfirheyrsluna með því að sletta á hann raksápu. Wendy Deng, hin kínverska eiginkona Murdochs eldri, brá hins vegar snöggt við, stökk upp og sló til árásarmannsins. Yfirheyrslunni var haldið áfram stundarfjórðungi síðar, þegar maðurinn hafði verið handtekinn og Murdoch þurrkað af sér sápufroðuna. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Í yfirheyrslum breskrar þingnefndar yfir eigendum og fyrrverandi framkvæmdastjóra vikublaðsins News of the World héldu þau öll því fram að þau hefðu ekkert vitað um ólöglegt athæfi á vegum blaðanna. Hinn áttræði fjölmiðlakóngur Rupert Murdoch sagði framkvæmdastjóra og ritstjóra blaðanna hafa séð um rekstur þeirra, en að hann hafi sjálfur ekki verið inni í daglegum störfum. Sonur hans, James Murdoch, sagðist sömuleiðis ekki hafa vitað um ólöglegar símhleranir eða mútugreiðslur til lögreglu og Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri blaðsins, vissi heldur ekkert um hleranir eða mútugreiðslur. Öll sögðust þau hins vegar afar leið vegna málsins og sögðust sérlega hneyksluð á því að farsími þrettán ára týndrar stúlku, sem síðar fannst látin, hafi verið hleraður. Murdoch eldri sagði sökina liggja hjá fólki sem hann hafi treyst, „en þeir ásaka kannski fólk sem þeir treystu“. Málið hefur haft mikil áhrif á fjölmiðlaveldi Murdochs. Fyrirtæki hans hafa lækkað í verði á fjármálamörkuðum og rekstri News of the World var hætt eftir 168 ára samfellda útgáfu. Framkvæmdastjóri og fyrrverandi ritstjórar blaðsins hafa verið handteknir, yfirmenn bresku lögreglunnar hafa sagt af sér og vaxandi þrýstingur er á David Cameron forsætisráðherra. Murdoch eldri sagði reyndar að andstæðingar hans hefðu komið af stað mikilli móðursýki vegna málsins, sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að hætta við að bjóða í rekstur sjónvarpsstöðvarinnar BSkyB. Sean Hoare, blaðamaðurinn sem upphaflega ljóstraði því upp að hleranir hafi verið stundaðar á News of the World, fannst látinn á heimili sínu í gærmorgun. Þrátt fyrir háan aldur lét Rupert Murdoch það lítil áhrif hafa á sig þótt maður hafi truflað yfirheyrsluna með því að sletta á hann raksápu. Wendy Deng, hin kínverska eiginkona Murdochs eldri, brá hins vegar snöggt við, stökk upp og sló til árásarmannsins. Yfirheyrslunni var haldið áfram stundarfjórðungi síðar, þegar maðurinn hafði verið handtekinn og Murdoch þurrkað af sér sápufroðuna. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“