Innlent

Jón Ásgeir stefnir Birni Bjarnasyni

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson
Björn Bjarnason
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur ákveðið að stefna Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir meiðyrði.

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, staðfestir að stefnan sé tilbúin og verði birt Birni og þingfest fyrir dómi að loknu réttarhléi í haust.

Málið snýst um nýlega bók Björns, Rosabaug yfir Íslandi, þar sem hann rekur sögu Baugsmálsins og áhrif þess á íslenskt samfélag.

Jón Ásgeir, sem var á sínum tíma bæði forstjóri og stjórnarformaður Baugs, hefur gagnrýnt bókina, einkum þá fullyrðingu sem í henni er að finna að hann hafi verið sakfelldur fyrir fjárdrátt í Baugsmálinu. Hið rétta er að Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot.

Björn leiðrétti þetta ranghermi eftir að á það var bent, bæði á vefsíðu sinni og í fjölmiðlum.

Aðspurður segir Gestur að þetta atriði sé þó ekki það eina sem stefnt verður út af, án þess að vilja fara nánar út í það hvað fleira hann og skjólstæðingur hans telja að geti flokkast sem ærumeiðingar. Hann vildi ekki heldur tjá sig um mögulega bótakröfu eða fjárhæð. - shAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.