Elfar Freyr seldur í skugga deilna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 07:30 Elfar Freyr skrifaði undir við AEK í gær og sést hér ánægður með nýja búninginn sinn. Elfar Freyr Helgason er nýjasti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Hann hélt á sunnudag til Grikklands og skrifaði í gærmorgun undir þriggja ára samning við AEK Aþenu. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, er allt annað en sáttur við framgöngu gríska félagsins undanfarna daga. Að hans sögn var aðeins gefið leyfi fyrir því að Elfar Freyr færi í læknisskoðun í Grikklandi. Á þriðjudagskvöld hafi AEK sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Gæfu þeir ekki grænt ljós á að Elfar skrifaði undir myndu þeir rifta samningnum. „Við erum í raun plataðir til þess að senda hann út [til Grikklands]. Svo þeir nái taki á honum og geti stillt honum upp við vegg gagnvart okkur. Við sjáum þetta ekkert öðruvísi. Við lærum af þessu og þetta gerist aldrei aftur,“ sagði Einar Kristján ósáttur við Grikkina. Einar Kristján sakar Arnar Grétarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá AEK, og gríska félagið um óheiðarleg vinnubrögð. Að hans sögn hafi félögin enn ekki skrifað undir samning þótt komist hafi verið að samkomulagi um kaupverð í gegnum tölvupóst. Gríska félagið hafi í raun ekki mátt hafa nein afskipti af Elfari Frey fyrr en samningurinn hafi verið undirritaður. „Þetta kennir manni að maður getur ekki treyst mönnum í viðskiptum þótt maður hafi haft þá sem samstarfsfélaga í einhver ár,“ segir Einar Kristján og á þar við Arnar Grétarsson sem er uppalinn Bliki. Arnar er mjög ósáttur við ummæli Ólafs H. Kristjánssonar þjálfara Blika og Einars Kristjáns undanfarna daga. Eftir að liðin hafi sent tilboð og gagntilboð sín á milli hafi AEK gengið að kröfum Breiðabliks. „Blikarnir settu upp samninginn eins og þeir voru sáttir við hann. Við samþykktum hann með því að stimpla hann, skrifa undir og senda til baka. Samþykkt. Hafi þeir viljað að leikmaðurinn spilaði einhverja leiki með þeim hlýtur að þurfa að minnast á það í samningnum sem breyta forsendum hans,“ sagði Arnar. Hann bætir við að AEK hefði aldrei samþykkt samningsboð Breiðabliks hefði verið krafa um þátttöku Elfars í leikjunum gegn Rosenborg. Arnar segir að málið hafi komið upp á fyrsta fundi hans með fulltrúum Breiðabliks. Þeir hafi lýst yfir áhuga á að fá að halda leikmanninum eitthvað lengur en það hafi verið skýrt af hálfu AEK að þeir væru að kaupa Elfar Frey til þess að mæta á fyrstu æfingu. Undirbúningstímabilið sé að fara í gang og það sé mikilvægt að hann sé með frá byrjun. Ekki síst fyrir möguleika hans í liðinu. „Þeir sögðu þetta rosalega erfitt fyrir þá. Við værum að taka mikilvægasta manninn úr liðinu. Ég sagðist skilja þá ósköp vel en við værum ekki að kaupa neina varaskeifu hjá þeim. Við værum að kaupa besta leikmanninn. Ég sagði mína skoðun, þeir sína og svo fórum við í samningaviðræður og ekkert var minnst á þessa Evrópuleiki framar,“ sagði Arnar sem finnst málið sérstaklega leiðinlegt í ljósi uppruna síns. Hann sé grænn í gegn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Elfar Freyr Helgason er nýjasti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Hann hélt á sunnudag til Grikklands og skrifaði í gærmorgun undir þriggja ára samning við AEK Aþenu. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, er allt annað en sáttur við framgöngu gríska félagsins undanfarna daga. Að hans sögn var aðeins gefið leyfi fyrir því að Elfar Freyr færi í læknisskoðun í Grikklandi. Á þriðjudagskvöld hafi AEK sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Gæfu þeir ekki grænt ljós á að Elfar skrifaði undir myndu þeir rifta samningnum. „Við erum í raun plataðir til þess að senda hann út [til Grikklands]. Svo þeir nái taki á honum og geti stillt honum upp við vegg gagnvart okkur. Við sjáum þetta ekkert öðruvísi. Við lærum af þessu og þetta gerist aldrei aftur,“ sagði Einar Kristján ósáttur við Grikkina. Einar Kristján sakar Arnar Grétarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá AEK, og gríska félagið um óheiðarleg vinnubrögð. Að hans sögn hafi félögin enn ekki skrifað undir samning þótt komist hafi verið að samkomulagi um kaupverð í gegnum tölvupóst. Gríska félagið hafi í raun ekki mátt hafa nein afskipti af Elfari Frey fyrr en samningurinn hafi verið undirritaður. „Þetta kennir manni að maður getur ekki treyst mönnum í viðskiptum þótt maður hafi haft þá sem samstarfsfélaga í einhver ár,“ segir Einar Kristján og á þar við Arnar Grétarsson sem er uppalinn Bliki. Arnar er mjög ósáttur við ummæli Ólafs H. Kristjánssonar þjálfara Blika og Einars Kristjáns undanfarna daga. Eftir að liðin hafi sent tilboð og gagntilboð sín á milli hafi AEK gengið að kröfum Breiðabliks. „Blikarnir settu upp samninginn eins og þeir voru sáttir við hann. Við samþykktum hann með því að stimpla hann, skrifa undir og senda til baka. Samþykkt. Hafi þeir viljað að leikmaðurinn spilaði einhverja leiki með þeim hlýtur að þurfa að minnast á það í samningnum sem breyta forsendum hans,“ sagði Arnar. Hann bætir við að AEK hefði aldrei samþykkt samningsboð Breiðabliks hefði verið krafa um þátttöku Elfars í leikjunum gegn Rosenborg. Arnar segir að málið hafi komið upp á fyrsta fundi hans með fulltrúum Breiðabliks. Þeir hafi lýst yfir áhuga á að fá að halda leikmanninum eitthvað lengur en það hafi verið skýrt af hálfu AEK að þeir væru að kaupa Elfar Frey til þess að mæta á fyrstu æfingu. Undirbúningstímabilið sé að fara í gang og það sé mikilvægt að hann sé með frá byrjun. Ekki síst fyrir möguleika hans í liðinu. „Þeir sögðu þetta rosalega erfitt fyrir þá. Við værum að taka mikilvægasta manninn úr liðinu. Ég sagðist skilja þá ósköp vel en við værum ekki að kaupa neina varaskeifu hjá þeim. Við værum að kaupa besta leikmanninn. Ég sagði mína skoðun, þeir sína og svo fórum við í samningaviðræður og ekkert var minnst á þessa Evrópuleiki framar,“ sagði Arnar sem finnst málið sérstaklega leiðinlegt í ljósi uppruna síns. Hann sé grænn í gegn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira