KSÍ vill ekkert gefa upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2011 07:00 Ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti á Víkingsvöll í gær sem var ansi blautur eftir vætutíð. Þar á bæ höfðu menn áhyggjur enda á leikur að fara þar fram á mánudaginn næsta. Fréttablaðið/Stefán Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí. Fréttablaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hvað væri hægt að gera ef leikirnir geta ekki farið fram á réttum tíma. „Eina ákvörðunin sem er í gildi er að mótið hefjist 1. maí," segir hann og vill ekki segja hvort og þá hvaða varaáætlanir hafi verið gerðar. Samkvæmt veðurspám fyrir vikuna mun hlýna næstu dagana en suðlægar áttir verða með tilheyrandi úrskomu. Hvað verður gert ef vellirnir verða einfaldlega úrskurðaðir ónothæfir? „Þá munum við svara því þegar að því kemur. Við gerum ráð fyrir því að leikirnir fari fram – þannig er það bara núna," segir Birkir. Skipta Fylkismenn?Fylkismenn eiga heimaleik gegn Grindavík í Árbænum á mánudaginn og segir Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, að hann hafi viðrað þá hugmynd við Grindvíkinga að liðin skiptist á heimaleikjum og að leikurinn fari fram í Grindavík. Það sé þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Fylkir er eitt þriggja félaga sem eru með óupphitaða velli en á heimaleik í fyrstu umferð. Hin eru ÍBV og Víkingur. „Það sem þarf fyrst og fremst til er smá sól og hiti," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „En það er erfitt að segja til um þetta. Það lítur út fyrir að það verði áfram blautt. Völlurinn lítur ágætlega út en ég tel að það þurfi meira til." Bleytan fer illa með vellinaHelsta áhyggjuefnið er hversu blaut tíðin hefur verið og ekki er útlit fyrir að það muni skána í vikunni. Vellirnir eru blautir og verði spilað á þeim þannig fara þeir illa á því, hvort sem þeir eru upphitaðir eða ekki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir koma til greina að gefa þeim völlum sem þess þurfa nokkra daga til viðbótar og fresta þá leikjum í fyrstu umferðinni um nokkra daga – eða lengra fram á sumarið. Á endanum er það í höndum vallarstjóranna að taka ákvörðun um hvort hægt sé að spila á viðkomandi velli. Ef þeir úrskurða þá óhæfa þá verður að finna aðrar lausnir. Breiðablik, Valur og Keflavík eiga einnig leik á heimavelli í fyrstu umferð en eru með upphitaða velli. Það er þó engin töfralausn, þó svo að ástand vallanna sé vissulega betra en á þeim óupphituðu. „Ef það verður blautt alveg fram að leik má gera ráð fyrir því að völlurinn fari illa út úr því að láta spila á honum. Það er mikið álag á vellinum enda nota völlinn bæði kvennalið Breiðabliks og 1. deildarlið HK," segir Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Völlurinn okkar er gamall og hefur stundum verið slæmur að hausti. Það væri því enn verra að vera með slæman völl strax frá fyrsta leik að þeim síðasta. Ég hef áhyggjur af því ef völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir 1. maí," bætir Einar við. Kærkomin hvíld í júníBreiðablik mætir KR í opnunarleik mótsins á sunnudagskvöldið –miðað við núverandi áætlun. Hlé verður gert á keppni í Pepsi-deildinni í júní vegna þátttöku íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Þá fá vellirnir kærkomna hvíld, þó svo að einhverjir þeirra verði notaðir af annaðhvort meistaraflokki kvenna eða öðrum liðum. Alls er ráðgert að sex umferðir fari fram í maí og er mismikið álag á völlunum. Athygli vekur að einna minnst álag er á Stjörnuvelli – þeim eina í deildinni sem er með gervigras. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí. Fréttablaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hvað væri hægt að gera ef leikirnir geta ekki farið fram á réttum tíma. „Eina ákvörðunin sem er í gildi er að mótið hefjist 1. maí," segir hann og vill ekki segja hvort og þá hvaða varaáætlanir hafi verið gerðar. Samkvæmt veðurspám fyrir vikuna mun hlýna næstu dagana en suðlægar áttir verða með tilheyrandi úrskomu. Hvað verður gert ef vellirnir verða einfaldlega úrskurðaðir ónothæfir? „Þá munum við svara því þegar að því kemur. Við gerum ráð fyrir því að leikirnir fari fram – þannig er það bara núna," segir Birkir. Skipta Fylkismenn?Fylkismenn eiga heimaleik gegn Grindavík í Árbænum á mánudaginn og segir Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, að hann hafi viðrað þá hugmynd við Grindvíkinga að liðin skiptist á heimaleikjum og að leikurinn fari fram í Grindavík. Það sé þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Fylkir er eitt þriggja félaga sem eru með óupphitaða velli en á heimaleik í fyrstu umferð. Hin eru ÍBV og Víkingur. „Það sem þarf fyrst og fremst til er smá sól og hiti," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „En það er erfitt að segja til um þetta. Það lítur út fyrir að það verði áfram blautt. Völlurinn lítur ágætlega út en ég tel að það þurfi meira til." Bleytan fer illa með vellinaHelsta áhyggjuefnið er hversu blaut tíðin hefur verið og ekki er útlit fyrir að það muni skána í vikunni. Vellirnir eru blautir og verði spilað á þeim þannig fara þeir illa á því, hvort sem þeir eru upphitaðir eða ekki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir koma til greina að gefa þeim völlum sem þess þurfa nokkra daga til viðbótar og fresta þá leikjum í fyrstu umferðinni um nokkra daga – eða lengra fram á sumarið. Á endanum er það í höndum vallarstjóranna að taka ákvörðun um hvort hægt sé að spila á viðkomandi velli. Ef þeir úrskurða þá óhæfa þá verður að finna aðrar lausnir. Breiðablik, Valur og Keflavík eiga einnig leik á heimavelli í fyrstu umferð en eru með upphitaða velli. Það er þó engin töfralausn, þó svo að ástand vallanna sé vissulega betra en á þeim óupphituðu. „Ef það verður blautt alveg fram að leik má gera ráð fyrir því að völlurinn fari illa út úr því að láta spila á honum. Það er mikið álag á vellinum enda nota völlinn bæði kvennalið Breiðabliks og 1. deildarlið HK," segir Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Völlurinn okkar er gamall og hefur stundum verið slæmur að hausti. Það væri því enn verra að vera með slæman völl strax frá fyrsta leik að þeim síðasta. Ég hef áhyggjur af því ef völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir 1. maí," bætir Einar við. Kærkomin hvíld í júníBreiðablik mætir KR í opnunarleik mótsins á sunnudagskvöldið –miðað við núverandi áætlun. Hlé verður gert á keppni í Pepsi-deildinni í júní vegna þátttöku íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Þá fá vellirnir kærkomna hvíld, þó svo að einhverjir þeirra verði notaðir af annaðhvort meistaraflokki kvenna eða öðrum liðum. Alls er ráðgert að sex umferðir fari fram í maí og er mismikið álag á völlunum. Athygli vekur að einna minnst álag er á Stjörnuvelli – þeim eina í deildinni sem er með gervigras.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira