KSÍ vill ekkert gefa upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2011 07:00 Ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti á Víkingsvöll í gær sem var ansi blautur eftir vætutíð. Þar á bæ höfðu menn áhyggjur enda á leikur að fara þar fram á mánudaginn næsta. Fréttablaðið/Stefán Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí. Fréttablaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hvað væri hægt að gera ef leikirnir geta ekki farið fram á réttum tíma. „Eina ákvörðunin sem er í gildi er að mótið hefjist 1. maí," segir hann og vill ekki segja hvort og þá hvaða varaáætlanir hafi verið gerðar. Samkvæmt veðurspám fyrir vikuna mun hlýna næstu dagana en suðlægar áttir verða með tilheyrandi úrskomu. Hvað verður gert ef vellirnir verða einfaldlega úrskurðaðir ónothæfir? „Þá munum við svara því þegar að því kemur. Við gerum ráð fyrir því að leikirnir fari fram – þannig er það bara núna," segir Birkir. Skipta Fylkismenn?Fylkismenn eiga heimaleik gegn Grindavík í Árbænum á mánudaginn og segir Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, að hann hafi viðrað þá hugmynd við Grindvíkinga að liðin skiptist á heimaleikjum og að leikurinn fari fram í Grindavík. Það sé þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Fylkir er eitt þriggja félaga sem eru með óupphitaða velli en á heimaleik í fyrstu umferð. Hin eru ÍBV og Víkingur. „Það sem þarf fyrst og fremst til er smá sól og hiti," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „En það er erfitt að segja til um þetta. Það lítur út fyrir að það verði áfram blautt. Völlurinn lítur ágætlega út en ég tel að það þurfi meira til." Bleytan fer illa með vellinaHelsta áhyggjuefnið er hversu blaut tíðin hefur verið og ekki er útlit fyrir að það muni skána í vikunni. Vellirnir eru blautir og verði spilað á þeim þannig fara þeir illa á því, hvort sem þeir eru upphitaðir eða ekki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir koma til greina að gefa þeim völlum sem þess þurfa nokkra daga til viðbótar og fresta þá leikjum í fyrstu umferðinni um nokkra daga – eða lengra fram á sumarið. Á endanum er það í höndum vallarstjóranna að taka ákvörðun um hvort hægt sé að spila á viðkomandi velli. Ef þeir úrskurða þá óhæfa þá verður að finna aðrar lausnir. Breiðablik, Valur og Keflavík eiga einnig leik á heimavelli í fyrstu umferð en eru með upphitaða velli. Það er þó engin töfralausn, þó svo að ástand vallanna sé vissulega betra en á þeim óupphituðu. „Ef það verður blautt alveg fram að leik má gera ráð fyrir því að völlurinn fari illa út úr því að láta spila á honum. Það er mikið álag á vellinum enda nota völlinn bæði kvennalið Breiðabliks og 1. deildarlið HK," segir Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Völlurinn okkar er gamall og hefur stundum verið slæmur að hausti. Það væri því enn verra að vera með slæman völl strax frá fyrsta leik að þeim síðasta. Ég hef áhyggjur af því ef völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir 1. maí," bætir Einar við. Kærkomin hvíld í júníBreiðablik mætir KR í opnunarleik mótsins á sunnudagskvöldið –miðað við núverandi áætlun. Hlé verður gert á keppni í Pepsi-deildinni í júní vegna þátttöku íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Þá fá vellirnir kærkomna hvíld, þó svo að einhverjir þeirra verði notaðir af annaðhvort meistaraflokki kvenna eða öðrum liðum. Alls er ráðgert að sex umferðir fari fram í maí og er mismikið álag á völlunum. Athygli vekur að einna minnst álag er á Stjörnuvelli – þeim eina í deildinni sem er með gervigras. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí. Fréttablaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, og spurði hvað væri hægt að gera ef leikirnir geta ekki farið fram á réttum tíma. „Eina ákvörðunin sem er í gildi er að mótið hefjist 1. maí," segir hann og vill ekki segja hvort og þá hvaða varaáætlanir hafi verið gerðar. Samkvæmt veðurspám fyrir vikuna mun hlýna næstu dagana en suðlægar áttir verða með tilheyrandi úrskomu. Hvað verður gert ef vellirnir verða einfaldlega úrskurðaðir ónothæfir? „Þá munum við svara því þegar að því kemur. Við gerum ráð fyrir því að leikirnir fari fram – þannig er það bara núna," segir Birkir. Skipta Fylkismenn?Fylkismenn eiga heimaleik gegn Grindavík í Árbænum á mánudaginn og segir Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, að hann hafi viðrað þá hugmynd við Grindvíkinga að liðin skiptist á heimaleikjum og að leikurinn fari fram í Grindavík. Það sé þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Fylkir er eitt þriggja félaga sem eru með óupphitaða velli en á heimaleik í fyrstu umferð. Hin eru ÍBV og Víkingur. „Það sem þarf fyrst og fremst til er smá sól og hiti," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „En það er erfitt að segja til um þetta. Það lítur út fyrir að það verði áfram blautt. Völlurinn lítur ágætlega út en ég tel að það þurfi meira til." Bleytan fer illa með vellinaHelsta áhyggjuefnið er hversu blaut tíðin hefur verið og ekki er útlit fyrir að það muni skána í vikunni. Vellirnir eru blautir og verði spilað á þeim þannig fara þeir illa á því, hvort sem þeir eru upphitaðir eða ekki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir koma til greina að gefa þeim völlum sem þess þurfa nokkra daga til viðbótar og fresta þá leikjum í fyrstu umferðinni um nokkra daga – eða lengra fram á sumarið. Á endanum er það í höndum vallarstjóranna að taka ákvörðun um hvort hægt sé að spila á viðkomandi velli. Ef þeir úrskurða þá óhæfa þá verður að finna aðrar lausnir. Breiðablik, Valur og Keflavík eiga einnig leik á heimavelli í fyrstu umferð en eru með upphitaða velli. Það er þó engin töfralausn, þó svo að ástand vallanna sé vissulega betra en á þeim óupphituðu. „Ef það verður blautt alveg fram að leik má gera ráð fyrir því að völlurinn fari illa út úr því að láta spila á honum. Það er mikið álag á vellinum enda nota völlinn bæði kvennalið Breiðabliks og 1. deildarlið HK," segir Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Völlurinn okkar er gamall og hefur stundum verið slæmur að hausti. Það væri því enn verra að vera með slæman völl strax frá fyrsta leik að þeim síðasta. Ég hef áhyggjur af því ef völlurinn verður ekki tilbúinn fyrir 1. maí," bætir Einar við. Kærkomin hvíld í júníBreiðablik mætir KR í opnunarleik mótsins á sunnudagskvöldið –miðað við núverandi áætlun. Hlé verður gert á keppni í Pepsi-deildinni í júní vegna þátttöku íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Þá fá vellirnir kærkomna hvíld, þó svo að einhverjir þeirra verði notaðir af annaðhvort meistaraflokki kvenna eða öðrum liðum. Alls er ráðgert að sex umferðir fari fram í maí og er mismikið álag á völlunum. Athygli vekur að einna minnst álag er á Stjörnuvelli – þeim eina í deildinni sem er með gervigras.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira