Fyrstu tölur verða klárar fyrir ellefu 6. apríl 2011 04:30 Í atkvæðagreiðslunni í fyrra voru allir atkvæðaseðlar fluttir til Reykjavíkur til talningar. Nú verður talið í hverju kjördæmi. Fréttablaðið/Stefán Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is Icesave Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira