Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Kostnaður Íslenska samninganefndin telur kostnað við Icesave-samninginn verða um 32 milljarða miðað við þær forsendur sem nú eru til staðar. Fréttablaðið/Valli Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. Talsverð óvissa er um hversu mikill kostnaður lendir á íslenskum skattgreiðendum, samþykki landsmenn Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl. Samninganefnd Íslands í deilunni segir það varfærið mat að kostnaðurinn gæti orðið 32 milljarðar króna. Það er margfalt lægra en mat á kostnaði við þann samning sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars í fyrra. Talið var að kostnaður íslenska ríkisins við þann samning yrði um 162 milljarðar króna. Í nýlegri greinargerð samninganefndarinnar voru settar fram tvær fráviksspár. Í annarri var gert ráð fyrir betri heimtum úr þrotabúi Landsbankans en nú er gert ráð fyrir. Samkvæmt henni verður enginn kostnaður við samninginn, og raunar þriggja milljarða króna eftirstöðvar. Í hinni spánni var gert ráð fyrir tuttugu prósenta afföllum af öðrum eignum þrotabús Landsbankans en þeim sem segja má að séu í hendi. Samkvæmt henni verður kostnaðurinn 98 milljarðar króna. Það eru einkum tvö atriði sem valda óvissu um nákvæmlega hver kostnaðurinn verður. Í fyrsta lagi skiptir máli hvernig gengi krónunnar þróast. Í öðru lagi skiptir máli nákvæmlega hversu mikið fæst fyrir eignir sem eru í þrotabúi Landsbankans. Mat nefndarinnar á kostnaði byggir nær eingöngu á mati skilanefndarinnar á verðmæti eigna þrotabúsins. Það mat er talið varfærið og möguleiki að heimtur verði betri en mat þeirra segir til um. Skilanefndin er ekki ein um að meta verðmætið; óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til að gera sjálfstætt mat á eignunum. Gengið má veikjast nokkuðSkuldir við Breta og Hollendinga eru í breskum pundum og evrum, en kröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á þrotabúi Landsbankans eru í íslenskum krónum. Þar verður til ákveðin gengisáhætta. Veikist gengi krónunnar þarf að borga fleiri krónur fyrir skuldina. Á móti kemur að eignir þrotabús Landsbankans eru að mestu í erlendum myntum. Veiking á gengi krónunnar myndi því auka fjölda íslenskra króna sem fást út úr þrotabúinu. Þar sem Tryggingasjóðurinn á forgangskröfu sem nemur 51,26 prósentum af því sem fæst úr þrotabúinu myndi veiking krónunnar skila sjóðinum betri endurheimtum. Fram kemur í grein sem Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, skrifaði í Fréttablaðið nýverið að gengi krónunnar megi veikjast um tólf prósent frá síðustu áramótum án þess að það hafi áhrif á kostnað við Icesave-samninginn. Gengið hefur raunar þegar veikst um fimm prósent frá áramótum. Veikist gengið meira aukast heimtur úr þrotabúinu, en þar sem íslenski tryggingarsjóðurinn fær ekki meira en 677 milljarða úr þrotabúinu, sem ætti að fást veikist krónan um tólf prósent, hefur öll veiking umfram það þau áhrif að skuldirnar aukast án þess að meira fáist úr þrotabúinu. Friðrik Már bendir á að raungengi krónunnar sé nú um tuttugu til þrjátíu prósentum fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga, jafnvel þó að þensluárunum skömmu fyrir hrun sé sleppt. Ekki sé hægt að útiloka sveiflur á gengi krónunnar, en efnahagslegar forsendur virðist vart fyrir hendi. Þá geti Seðlabankinn stjórnað að verulegu leyti breytingum á gengi krónunnar svo lengi sem gengishöftin verði í gildi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangskröfum í þrotabúið fáist greiddar. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skilanefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar. Kröfur sjóðsins nema samtals 677 milljörðum með vöxtum. 677 milljarðar króna í hendiFriðrik Már er sammála mati samninganefndar Íslands um að mat skilanefndar Landsbankans sé varfærið. Hann bendir á að nefndin hafi enga hagsmuni af því að gera meira úr virði eigna þrotabúsins en efni standi til. Í uppfærðu mati samninganefndar Íslands á kostnaði við Icesave-samninginn er vísað til þess að samsetning eigna bús Landsbankans hafi breyst frá fyrra mati. Hærra hlutfall er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi, samtals um 677 milljarðar króna. Forsendur áætlana skilanefndarinnar um endurheimtur úr búinu séu því traustari en áður og óvissa hafi minnkað. Þetta þýðir að um 677 milljarðar af þeim 1.175 milljörðum sem taldir eru liggja í þrotabúinu eru í hendi, ef svo má segja. Óvissan snýst því um hversu nákvæmar áætlanir á virði annarra eigna þrotabúsins eru, en þær eru í dag metnar á 498 milljarða króna. Fjallað verður nánar um hættuna á gengisfalli krónunnar og endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans síðar í greinaflokki Fréttablaðsins. Fréttir Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. Talsverð óvissa er um hversu mikill kostnaður lendir á íslenskum skattgreiðendum, samþykki landsmenn Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl. Samninganefnd Íslands í deilunni segir það varfærið mat að kostnaðurinn gæti orðið 32 milljarðar króna. Það er margfalt lægra en mat á kostnaði við þann samning sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars í fyrra. Talið var að kostnaður íslenska ríkisins við þann samning yrði um 162 milljarðar króna. Í nýlegri greinargerð samninganefndarinnar voru settar fram tvær fráviksspár. Í annarri var gert ráð fyrir betri heimtum úr þrotabúi Landsbankans en nú er gert ráð fyrir. Samkvæmt henni verður enginn kostnaður við samninginn, og raunar þriggja milljarða króna eftirstöðvar. Í hinni spánni var gert ráð fyrir tuttugu prósenta afföllum af öðrum eignum þrotabús Landsbankans en þeim sem segja má að séu í hendi. Samkvæmt henni verður kostnaðurinn 98 milljarðar króna. Það eru einkum tvö atriði sem valda óvissu um nákvæmlega hver kostnaðurinn verður. Í fyrsta lagi skiptir máli hvernig gengi krónunnar þróast. Í öðru lagi skiptir máli nákvæmlega hversu mikið fæst fyrir eignir sem eru í þrotabúi Landsbankans. Mat nefndarinnar á kostnaði byggir nær eingöngu á mati skilanefndarinnar á verðmæti eigna þrotabúsins. Það mat er talið varfærið og möguleiki að heimtur verði betri en mat þeirra segir til um. Skilanefndin er ekki ein um að meta verðmætið; óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til að gera sjálfstætt mat á eignunum. Gengið má veikjast nokkuðSkuldir við Breta og Hollendinga eru í breskum pundum og evrum, en kröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á þrotabúi Landsbankans eru í íslenskum krónum. Þar verður til ákveðin gengisáhætta. Veikist gengi krónunnar þarf að borga fleiri krónur fyrir skuldina. Á móti kemur að eignir þrotabús Landsbankans eru að mestu í erlendum myntum. Veiking á gengi krónunnar myndi því auka fjölda íslenskra króna sem fást út úr þrotabúinu. Þar sem Tryggingasjóðurinn á forgangskröfu sem nemur 51,26 prósentum af því sem fæst úr þrotabúinu myndi veiking krónunnar skila sjóðinum betri endurheimtum. Fram kemur í grein sem Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, skrifaði í Fréttablaðið nýverið að gengi krónunnar megi veikjast um tólf prósent frá síðustu áramótum án þess að það hafi áhrif á kostnað við Icesave-samninginn. Gengið hefur raunar þegar veikst um fimm prósent frá áramótum. Veikist gengið meira aukast heimtur úr þrotabúinu, en þar sem íslenski tryggingarsjóðurinn fær ekki meira en 677 milljarða úr þrotabúinu, sem ætti að fást veikist krónan um tólf prósent, hefur öll veiking umfram það þau áhrif að skuldirnar aukast án þess að meira fáist úr þrotabúinu. Friðrik Már bendir á að raungengi krónunnar sé nú um tuttugu til þrjátíu prósentum fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga, jafnvel þó að þensluárunum skömmu fyrir hrun sé sleppt. Ekki sé hægt að útiloka sveiflur á gengi krónunnar, en efnahagslegar forsendur virðist vart fyrir hendi. Þá geti Seðlabankinn stjórnað að verulegu leyti breytingum á gengi krónunnar svo lengi sem gengishöftin verði í gildi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangskröfum í þrotabúið fáist greiddar. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skilanefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóðurinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar. Kröfur sjóðsins nema samtals 677 milljörðum með vöxtum. 677 milljarðar króna í hendiFriðrik Már er sammála mati samninganefndar Íslands um að mat skilanefndar Landsbankans sé varfærið. Hann bendir á að nefndin hafi enga hagsmuni af því að gera meira úr virði eigna þrotabúsins en efni standi til. Í uppfærðu mati samninganefndar Íslands á kostnaði við Icesave-samninginn er vísað til þess að samsetning eigna bús Landsbankans hafi breyst frá fyrra mati. Hærra hlutfall er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi, samtals um 677 milljarðar króna. Forsendur áætlana skilanefndarinnar um endurheimtur úr búinu séu því traustari en áður og óvissa hafi minnkað. Þetta þýðir að um 677 milljarðar af þeim 1.175 milljörðum sem taldir eru liggja í þrotabúinu eru í hendi, ef svo má segja. Óvissan snýst því um hversu nákvæmar áætlanir á virði annarra eigna þrotabúsins eru, en þær eru í dag metnar á 498 milljarða króna. Fjallað verður nánar um hættuna á gengisfalli krónunnar og endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans síðar í greinaflokki Fréttablaðsins.
Fréttir Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00