Innlent

70 þúsund börn heimilislaus

Að minnsta kosti 70 þúsund börn í Japan hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna þar í landi. Samtökin Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þessu.

Mörg barnanna hafa misst heimili sín og verða að leita skjóls í ókunnugu umhverfi, segir Stephen McDonald, sem stjórnar starfi samtakanna vegna hamfaranna.

Hann segir þær aðstæður geta valdið börnum óöryggi og kvíða. Þá sé hætta á að börn hafi orðið viðskila við foreldra og fjölskyldur sínar.

Barnaheill á Íslandi benda fólki á söfnunarsíma og reikning félagsins. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×