Innlent

Íslendingur í Japan: Aldrei verið eins hrædd

Frá hamförunum í Japan
Frá hamförunum í Japan Mynd/AFP
„Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni orðið eins hrædd og akkúrat þar sem ég var undir skrifborðinu mínu og vissi ekkert um hvernig fjölskyldan hefði það," segir Inga Lilý Gunnarsdóttir, sem býr ásamt manni sínum og tveimur dætrum í Tókýó.

Hún var í vinnu sinni hjá Actavis í Japan þegar skjálftinn reið yfir og segir að í fyrstu hafi hún verið pollróleg, enda upplifað nokkra skjálfta í landinu. Þegar skjálftinn jókst segir hún gólfið og veggina hafa gengið í bylgjum.

„Þetta var eins og að vera í Herjólfi í stórsjó."

Símasamband náðist ekki en nokkru eftir skjálftann náði Inga sambandi við eiginmann sinn á Facebook. Hann hafði verið nýkominn heim með dætur þeirra úr skóla.

„Á leiðinni heim var eins og ég væri í leiðslu og ég hálfhljóp alla leiðina. Ég var alveg ákaflega fegin þegar ég hitti loksins stelpurnar og manninn minn."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×